Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Blaðsíða 28

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Blaðsíða 28
34 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS hnút liggja utan um fjóra uppistöðuþræði (þ. e. tvo þráðahópa) í stað eins. Nokkur ívafsfyrirdrög, líklega um tíu, eru milli hnúta- raðanna. Svipuð röggvuð efni fundust hjá Kerma í Egyptalandi frá því um 2100 til 1580 f. Kr.,6 en lykkjuofin efni frá því um það bil 2000 f. Kr. fundust hjá Der el-Bahri í sama landi.7 í heimildum um þessi egypzku efni er engum getum leitt að notkun þeirra. En talið er, að tveir nærri því sams konar dúkar, sem fundust í gröf Kha þar í landi, frá tímabilinu 1405 til 1352 f. Kr., hafi verið hafðir til að breiða á húsgögn eða fyrir glugga. Eru dúkar þessir með myndofnum skreytingum og löngum lykkjum á röngunni. Bent hefur verið á, að mjög líklega eigi fornegypzku lykkjuefnin rót sína að rekja til röggvarefna frá Mesópótamíu.8 Ekki virðist hægt að skýra á þann veg uppruna hinnar röggvuðu ullarskikkju frá Trindhöj í Danmörku, sem talin er vera frá brons- öld, nánar til tekið frá því um 1800 til 1500 f. Kr. Fáeinar flosi þaktar húfur, einnig frá bronsöld, hafa fundizt í Danmörku, en að öðru leyti mun Trindhöjskikkjan vera eini norðurevrópski röggvar- dúkurinn, sem varðveitzt hefur frá þessu tímabili. Enginn vafi er á, að röggvarnar hafa verið gerðar í líkingu við dýrafeldi. Þær voru þó ekki hnýttar í, meðan á vefnaði dúksins stóð, heldur saumaðar í hann eftir á. Grunnur skikkjunnar er með einskeftuvend.9 Engin merki röggvarklæða af súmersku gerðinni sjást á högg- myndum, er sýna búninga Babýloníumanna, Assýríumanna og Persa, en mynd finnst af Meda í röggvaðri flík, líklega skikkju, frá tímabilinu 722 til 705 f. Kr.10 Þó er sagt, að Persar hafi til forna framleitt röggvaðar ullarskikkjur. Kemur það fram í grísku leikriti eftir Aristófanes frá því um 445 f. Kr., þar sem jafnframt er sagt frá notkun slíkra yfirhafna í Litlu-Asíu og þess getið, að þær hafi verið fluttar út þaðan til Grikklands þar sem þær voru álitnar nýjung.11 Leifar hafa ekki fundizt af persneskum röggvarskikkjum eða kaun- ake, eins og þær voru nefndar í Grikklandi.12 En lítið flosteppi, frá 5. eða 4. öld f. Kr., ef til vill frá Persíu, hefur fundizt í gröf hjá Pazyrik við rætur Altaifjalla í Asíu. Er flosið þétt og jafnt og hnýtt með tyrkneskum hnút.13 Meðal vefnaðarleifa frá því um 400 til 300 f. Kr., er fundust við uppgröft í forngrískum nýlendum hjá Kertsch á Krímskaga, kann að vera bútur með stuttu, ómunstruðu lykkju- flosi, en nákvæmar upplýsingar um fund þennan eru ekki fyrir hendi.14 Samtíða skjöl sýna, að á dögum rómverska keisaraveldisins hafi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.