Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Page 28
34
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
hnút liggja utan um fjóra uppistöðuþræði (þ. e. tvo þráðahópa) í
stað eins. Nokkur ívafsfyrirdrög, líklega um tíu, eru milli hnúta-
raðanna. Svipuð röggvuð efni fundust hjá Kerma í Egyptalandi frá
því um 2100 til 1580 f. Kr.,6 en lykkjuofin efni frá því um það bil
2000 f. Kr. fundust hjá Der el-Bahri í sama landi.7
í heimildum um þessi egypzku efni er engum getum leitt að notkun
þeirra. En talið er, að tveir nærri því sams konar dúkar, sem fundust
í gröf Kha þar í landi, frá tímabilinu 1405 til 1352 f. Kr., hafi verið
hafðir til að breiða á húsgögn eða fyrir glugga. Eru dúkar þessir
með myndofnum skreytingum og löngum lykkjum á röngunni. Bent
hefur verið á, að mjög líklega eigi fornegypzku lykkjuefnin rót sína
að rekja til röggvarefna frá Mesópótamíu.8
Ekki virðist hægt að skýra á þann veg uppruna hinnar röggvuðu
ullarskikkju frá Trindhöj í Danmörku, sem talin er vera frá brons-
öld, nánar til tekið frá því um 1800 til 1500 f. Kr. Fáeinar flosi
þaktar húfur, einnig frá bronsöld, hafa fundizt í Danmörku, en að
öðru leyti mun Trindhöjskikkjan vera eini norðurevrópski röggvar-
dúkurinn, sem varðveitzt hefur frá þessu tímabili. Enginn vafi er á,
að röggvarnar hafa verið gerðar í líkingu við dýrafeldi. Þær voru
þó ekki hnýttar í, meðan á vefnaði dúksins stóð, heldur saumaðar
í hann eftir á. Grunnur skikkjunnar er með einskeftuvend.9
Engin merki röggvarklæða af súmersku gerðinni sjást á högg-
myndum, er sýna búninga Babýloníumanna, Assýríumanna og Persa,
en mynd finnst af Meda í röggvaðri flík, líklega skikkju, frá
tímabilinu 722 til 705 f. Kr.10 Þó er sagt, að Persar hafi til forna
framleitt röggvaðar ullarskikkjur. Kemur það fram í grísku leikriti
eftir Aristófanes frá því um 445 f. Kr., þar sem jafnframt er sagt frá
notkun slíkra yfirhafna í Litlu-Asíu og þess getið, að þær hafi verið
fluttar út þaðan til Grikklands þar sem þær voru álitnar nýjung.11
Leifar hafa ekki fundizt af persneskum röggvarskikkjum eða kaun-
ake, eins og þær voru nefndar í Grikklandi.12 En lítið flosteppi, frá
5. eða 4. öld f. Kr., ef til vill frá Persíu, hefur fundizt í gröf hjá
Pazyrik við rætur Altaifjalla í Asíu. Er flosið þétt og jafnt og hnýtt
með tyrkneskum hnút.13 Meðal vefnaðarleifa frá því um 400 til 300
f. Kr., er fundust við uppgröft í forngrískum nýlendum hjá Kertsch
á Krímskaga, kann að vera bútur með stuttu, ómunstruðu lykkju-
flosi, en nákvæmar upplýsingar um fund þennan eru ekki fyrir
hendi.14
Samtíða skjöl sýna, að á dögum rómverska keisaraveldisins hafi