Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Blaðsíða 25
Forn RÖGGVARVEFNAÐUR
31
féll ofan yfir aðra . . .“77 Greinilegt er þó, að Heynesbútarnir geta
ekki verið hlutar af vararfeldum þeim, er Grágás lýsir; til þess eru
röggvarnar á bútunum of þéttar og þeim of óreglulega niður skipað.
En með því að bera gerð bútanna saman við ákvæðin í Grágás um
stærð og röggvarfjölda vararfelda, virðist hins vegar mega fara
nærri um, hvernig vararfeldir hafa verið ofnir. Sennilegast er, m. a.
miðað við lögboðna breidd á söluvaðmálum frá þessum tíma,78
að sett hafi verið upp í vefstaðinn fyrir tveggja þumalálna (102,4
sm) breiðri voð, en ekki fjögurra.79 Síðan hafa þrettán röggvar verið
hnýttar þvert yfir voðina með jöfnu bili milli hnúta, og þeir látnir
standast á frá einni röð til annarrar. Að vefnaði loknum hefur svo
verið sléttað úr röggvunum þvert á dúkinn (til hægri miðað við gerð
hnútsins á stærri bútnum frá Heynesi, en til vinstri miðað við hnút-
inn á þeim minni) og við það komið fram hinar tilskildu þrettán
röggvar (röggvaraðir), er gátu fallið eðlilega ofan frá og niður eftir,
ef feldurinn var borinn á venjulegan hátt.80
Röggvar Heynespjötlunnar virðast vera gerðar úr toglögðum,
eins og fyrr getur, og kemur það vel heim við heimildir, t. d. þar
sem segir: „Er þat ýmist kallat á feldinum röggr eða lagðr . . .“81
Ekkert bendir heldur til, að flos á íslenzkum feldum hafi verið úr
niðurklipptu bandi, svo sem algengt er á röggvarvefnaði frá öðrum
stöðum og tímum. Að minnsta kosti hefur lengd toglagðanna verið
nægileg til þess að hnýta röggvar vararfeldanna samkvæmt ákvæði
Grágásar og hylja yfirborðið, en á þeim feldum mun breiðast bil hafa
verið milli röggvaraða, því að varla hafa hinir betri feldir verið með
gisnari röggvum en vararfeldir. Verður miklu fremur að gera ráð
fyrir, að þeir hafi verið þykkröggvaðri (þéttröggvaðri).
Er mældar voru heillegar röggvar á stærri vefnaðarbútnum frá
Heynesi, reyndust þær vera frá 6 til 9 sm. Sé því áætlað, að röggv-
arnar hafi að meðaltali verið 7,5 sm að lengd og þær látnar rétt
mætast, en ekki leggjast hver yfir aðra, myndi um 13V2 röggva-
röð komast fyrir á þverum vararfeldi. Þar eð búast má við, að
slits gæti á röggvum Heynespjötlunnar — nýir toglagðar, sem mældir
voru, reyndust lengri til jafnaðar — fær vel staðizt, að toglagðar
hafi verið í röggvum vararfelda og ein rögg fallið ofan yfir aðra,
þótt aðeins væru þrettán röggvar um þveran feld.
Að öllu athuguðu svarar Heynesvefnaðurinn í flestu vel til þeirra
lýsinga, sem til eru á fornum röggvuðum yfirhöfnum íslenzkum. En
þar sem hann er með óreglulega hnýttum röggvum og þeim svo