Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Blaðsíða 187
SKYRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1961
193
ráðuneytið tók að sér að standa straum af kostnaði við sýninguna.
Þá aðstoðaði Gísli Gestsson iðnminjasafnsnefnd við að setja upp
iðnminjasýninguna, en að öðru leyti en þessu voru sýningarnar í
bogasalnum safninu óviðkomandi. Eftirspurn eftir salnum til sýn-
ingarhalda e,r geysimikil og sívaxandi, en aðsókn að sýningunum
ákaflega misjöfn. Mest var aðsókn að afmælissýningu Jóns Sigurðs-
sonar, 4500 gestir.
Loks má geta þess, að safnið tók að sér að sýna eintak það af
eftirgerð Kellsbókar, sem Landsbókasafninu var gefin frá Irlandi
1955. Var hún sett í sýniborð 3. október og verður þar óákveðinn
tíma.
Skólaheimsóknir. Kennarar hafa sem á undanförnum árum all-
mikið notað safnið til að sýna það nemendum, en hér er þó einkum
vert að geta um framhald hinna skipulögðu skólaheimsókna á vegum
fræðsluskrifstofu Reykjavíkurbæjar, sem hófust á síðastliðnu ári.
Alls var komið með 28 bekki úr gagnfræðaskólum bæjarins eða
samtals 746 nemendur. Hjörleifur Sigurðsson skipulagði þessar
heimsóknir og leiðbeindi skólafólkinu.
Safnauki. I aðfangabók voru færðar 74 færslur, margar með
fleiri en einum safngrip. Meðal þess, sem safninu barst á þessu ári,
er þetta helzt: Ýmis smíðatól Stefáns myndskera Eiríkssonar
(keypt), ýmsir minjagripir Ólafs prófessors Lárussonar, ánafnaðir
af honum, íslandshornið frá 1930 (glímuverðlaun), afh. af ekkju
Sigurðar Thorarensen, ýmsir munir úr eigu Gríms Jónssonar amt-
manns, gefandi frú Stefanía Clausen, silfurskal stór og merkileg, gef-
andi Kristjón Ólafsson, silfurspennur af belti frú Ingibjargar, konu
Jóns forseta Sigurðssonar, gefandi Hildur Vigfúsdóttir, skrifborð
Jóns Trausta, gefandi dánarbú Þorsteins sýslumanns Þorsteinssonar.
— Safnauki má yfirleitt heita svipaður að vöxtum og á undanförnum
árum og ekki vonum minni, ekki sízt þegar þess er gætt, að safnið
leggur ekki stund á skipulega söfnun, en það stafar aftur af því,
að í flestum héruðum er verið að safna handa byggðasöfnum, og
væri naumast rétt af Þjóðminjasafninu að keppa við þau um þá
fáu hluti, sem enn er hægt að safna í byggðum landsins.
Vaxmyndasafnið. Gestir í Vaxmyndasafninu voru ítæp 4000.
Örnefnasöfnun. Ari Gíslason var fyrstu mánuði ársins að ganga
frá heildarsafni úr Norður-Þingeyjarsýslu og skilaði henni í maí-
byrjun, alls 586 blaðsíðum. Samhliða undirbjó hann sumarferð
um Skeggjastaðahrepp, Jökuldalshrepp og Jökulsárhlíð. Ferðaðist
13