Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Page 12

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Page 12
18 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Á aðalfundi 1881 flutti Sigurður Vigfússon erindi um ferðir sínar í Dalasýslu og Þórsnesþingi og veturinn 1880—81 hélt hann fjóra kvöldfyrirlestra um líf Islendinga í fornöld, einkum fornbúninga. I aðalfundargerð 1882 segir að forseti hafi afsakað að á fundin- um yrði ekki haldinn neinn fyrirlestur með því að 7 fyrirlestrar hafi verið haldnir á árinu. Á aðalfundum 1883—1886 héldu þeir Sigurður og Árni Thorsteins- son uppi merkinu með fyrirlestrum eða frásögnum af rannsóknar- ferðum, ] 887 var enginn fyrirlestur haldinn á aðalfundi og 1888 ekki heldur, en Sigurður segir að seinna á vetrinum muni verða haldnir fyririestrar í félaginu um fornfræðileg efni. Árin 1889 og 1890 féllu aðalfundir niður og stafaði það af heilsuleysi Sigurðar Vigfús- sonar, sem þá var formaður. Honum auðnaðist að halda aðalfundinn 1891 en sá varð hans síðasti, því að hann andaðist fyrir næsta fund árið 1892. Eftir lát Sigurðar slaknaði enn á fyrirlestrahaldi, og verður reyndar ekki annað séð en að opinberir fyrirlestrar á vegum fé- lagsins hafi verið af lagðir nokkru fyrir andlát hans. Reynt var að halda þeirri venju, sem raunar var fyrir mælt í lögum, að bjóða upp á fyrirlestur á aðalfundum, en misbrestur vildi þó verða á þessu. Á árabilinu 1894—1902 eru nefndir sem fyrirlesarar Pálmi Páls- son, Þorsteinn Erlingsson, Daniel Bruun, Finnur Jónsson og Björn M. Ólsen. Ekki var alltaf mikil reisn yfir þessum aðalfundum, þótt fyrirlesarar væru góðir. Þannig las Þorsteinn Erlingsson yfir níu hræðum fyrirlestur um rannsóknir sínar 12. október 1895, svo að dæmi sé nefnt. Eftir 1902 verður ekki séð að neinir fyrir- lestrar hafi verið haldnir. Bersýnilega hafa menn gefist upp á að fá fyrirlesara á hverju ári og síðan sætt sig við að fyrirlestra- hald félli með öllu niður, bæði innan félags og utan. Ákvæðið um fyrirlestra var svo fellt niður úr lögunum frá 1919, enda var það orðið tómt mál. Verður að segjast eins og er, að það hafði frá upp- hafi byggst á eldmóði Sigurðar Vigfússonar, einkum fyrirlestrahald utan félagsins, en þegar heilsa hans bilaði og þrekið minnkaði dró þegar í stað úr þessari starfsemi, uns hún féll með öllu niður, þar eð enginn viðlíka áhugamaður og Sigurður kom í hans stað. Á aðalfundi 1960 var brugðið á það nýmæli að flytja þar fræði- legan fyrirlestur og mæltist það vel fyrir. Hefur þetta síðan orðið að fastri venju og meðal annars orðið til þess að aðalfundir eru nú miklu fjölsóttari hin síðari ár en lengstaf hefur verið frá stofnun félags- ins. Hefur þarna, þótt í smáum stíl sé, verið tekið upp hið gamla
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.