Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Síða 12
18
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Á aðalfundi 1881 flutti Sigurður Vigfússon erindi um ferðir sínar
í Dalasýslu og Þórsnesþingi og veturinn 1880—81 hélt hann fjóra
kvöldfyrirlestra um líf Islendinga í fornöld, einkum fornbúninga.
I aðalfundargerð 1882 segir að forseti hafi afsakað að á fundin-
um yrði ekki haldinn neinn fyrirlestur með því að 7 fyrirlestrar
hafi verið haldnir á árinu.
Á aðalfundum 1883—1886 héldu þeir Sigurður og Árni Thorsteins-
son uppi merkinu með fyrirlestrum eða frásögnum af rannsóknar-
ferðum, ] 887 var enginn fyrirlestur haldinn á aðalfundi og 1888 ekki
heldur, en Sigurður segir að seinna á vetrinum muni verða haldnir
fyririestrar í félaginu um fornfræðileg efni. Árin 1889 og 1890 féllu
aðalfundir niður og stafaði það af heilsuleysi Sigurðar Vigfús-
sonar, sem þá var formaður. Honum auðnaðist að halda aðalfundinn
1891 en sá varð hans síðasti, því að hann andaðist fyrir næsta fund
árið 1892.
Eftir lát Sigurðar slaknaði enn á fyrirlestrahaldi, og verður
reyndar ekki annað séð en að opinberir fyrirlestrar á vegum fé-
lagsins hafi verið af lagðir nokkru fyrir andlát hans. Reynt var að
halda þeirri venju, sem raunar var fyrir mælt í lögum, að bjóða
upp á fyrirlestur á aðalfundum, en misbrestur vildi þó verða á þessu.
Á árabilinu 1894—1902 eru nefndir sem fyrirlesarar Pálmi Páls-
son, Þorsteinn Erlingsson, Daniel Bruun, Finnur Jónsson og Björn
M. Ólsen. Ekki var alltaf mikil reisn yfir þessum aðalfundum, þótt
fyrirlesarar væru góðir. Þannig las Þorsteinn Erlingsson yfir
níu hræðum fyrirlestur um rannsóknir sínar 12. október 1895,
svo að dæmi sé nefnt. Eftir 1902 verður ekki séð að neinir fyrir-
lestrar hafi verið haldnir. Bersýnilega hafa menn gefist upp á að fá
fyrirlesara á hverju ári og síðan sætt sig við að fyrirlestra-
hald félli með öllu niður, bæði innan félags og utan. Ákvæðið um
fyrirlestra var svo fellt niður úr lögunum frá 1919, enda var það
orðið tómt mál. Verður að segjast eins og er, að það hafði frá upp-
hafi byggst á eldmóði Sigurðar Vigfússonar, einkum fyrirlestrahald
utan félagsins, en þegar heilsa hans bilaði og þrekið minnkaði dró
þegar í stað úr þessari starfsemi, uns hún féll með öllu niður, þar eð
enginn viðlíka áhugamaður og Sigurður kom í hans stað.
Á aðalfundi 1960 var brugðið á það nýmæli að flytja þar fræði-
legan fyrirlestur og mæltist það vel fyrir. Hefur þetta síðan orðið að
fastri venju og meðal annars orðið til þess að aðalfundir eru nú miklu
fjölsóttari hin síðari ár en lengstaf hefur verið frá stofnun félags-
ins. Hefur þarna, þótt í smáum stíl sé, verið tekið upp hið gamla