Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Page 70

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Page 70
UPPHAF RITALDAR Á ÍSLANDI 75 sögu lögsögumannsins. Laganefndin hefur ekki tekið þau upp í Haf- liðaskrá, þau hafa verið felld úr gildi ásamt mörgu öðru af hinum fornu lögum landsins. En áður en þau gleymdust hafa þau verið færð í letur, og úr því riti hafa þau komist inn í Staðarhólsbók og veita oss nú lítilsháttar innsýn í hinn eldra íslenska rétt”. (Lög og saga, 133—134). Með athugun á hinum ýmsu ákvæðum Grágásar má gera sér grein fyrir hvort líklegt sé að þau hafi öll verið í fyrstu skráð veturinn 1117—18 eða skömmu síðar. Það er ólíklegt að mikið geti verið um frávik á borð við 277. kapítula Staðarhólsbókar, séu Grágásarhand- ritin safn misfornra lagahandrita úr eigu einstaklings, eins og V. Finsen og Ólafur Lárusson álíta og mér þykir líklegast. I grein minni Nokkrir þættir hins íslenska þjóðfélags í heiðni (Árb. forn- leifafél. 1967, 25-—44, endurpr. í Menning og meinsemdir, 1975, 173— 193) er gerð grein fyrir þeim lögum er giltu um upptöku barns í ætt á heiðnum tíma, og skulu þau rifjuð upp hér til þess að auðvelda mat á skrásetningartíma hinna ýmsu fyrirmæla Grágásar. Skírgetið barn var borið heimilisföðurnum til viðtöku í ætt hans, og tæki hann við því var barnið komið í ætt að lögum. En ákvæði faðirinn að barnið skyldi borið út, var það gert áður en það nærðist. Ef um laungetið barn var að ræða, gat faðirinn bætt ætt móðurinnar legorðssök og handsalað faðerni að barninu, og var það þá borið honum, eða hann gat afsalað sér því og var það þá borið út, eða ef sá er átti legorðssök ákvað að barnið skyldi lifa, þá var það óborið og í móðurætt að lögum. Með kristnitöku leysir skírnin af hólmi þann sið að bera í ætt, og mjög fljótlega er útburður barna aflagður. Baugatal er aðeins í Konungsbók (Grg Ia, 193—207), og er það fornlegasti kafli Grágásar. Hann fjallar um vígsbætur, hverjir séu baugbætendur og baugþiggjendur, en það eru aðeins karlar í 5 ætt- liði. Eina undantekningin frá því er baugrýgur, þegar svo stendur á að dóttir hins vegna er einbirni. I vígslóða segir um vígsbætur: „Bæt- ur allar um vígsakar eigu arftökumenn, hvort sem þeir eru karlar eða konur, hvergi er sök sækir eða hvergi sem aðili er“ (Grg Ia, 171). „Móðir á þriðjung úr vígsbótum eftir börn sín skírborin við föður og bræður samfeðra ins vegna“ (Grg II, 354; sbr. Ia, 171). Eins og séð verður eru aðiljar að vígsbótum aðrir í vígslóða en í baugatali, eða eins og ætla má að þeir hafi verið í Hafliðaskrá, en baugatal getur ekki hafa átt heima í henni. Það sama á við um eftirfarandi úr tryggðamálum, sem kom í lok baugatals: „Nú haldið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.