Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Qupperneq 70
UPPHAF RITALDAR Á ÍSLANDI
75
sögu lögsögumannsins. Laganefndin hefur ekki tekið þau upp í Haf-
liðaskrá, þau hafa verið felld úr gildi ásamt mörgu öðru af hinum
fornu lögum landsins. En áður en þau gleymdust hafa þau verið færð
í letur, og úr því riti hafa þau komist inn í Staðarhólsbók og veita
oss nú lítilsháttar innsýn í hinn eldra íslenska rétt”. (Lög og saga,
133—134).
Með athugun á hinum ýmsu ákvæðum Grágásar má gera sér grein
fyrir hvort líklegt sé að þau hafi öll verið í fyrstu skráð veturinn
1117—18 eða skömmu síðar. Það er ólíklegt að mikið geti verið um
frávik á borð við 277. kapítula Staðarhólsbókar, séu Grágásarhand-
ritin safn misfornra lagahandrita úr eigu einstaklings, eins og V.
Finsen og Ólafur Lárusson álíta og mér þykir líklegast. I grein
minni Nokkrir þættir hins íslenska þjóðfélags í heiðni (Árb. forn-
leifafél. 1967, 25-—44, endurpr. í Menning og meinsemdir, 1975, 173—
193) er gerð grein fyrir þeim lögum er giltu um upptöku barns í ætt
á heiðnum tíma, og skulu þau rifjuð upp hér til þess að auðvelda mat
á skrásetningartíma hinna ýmsu fyrirmæla Grágásar.
Skírgetið barn var borið heimilisföðurnum til viðtöku í ætt hans,
og tæki hann við því var barnið komið í ætt að lögum. En ákvæði
faðirinn að barnið skyldi borið út, var það gert áður en það nærðist.
Ef um laungetið barn var að ræða, gat faðirinn bætt ætt móðurinnar
legorðssök og handsalað faðerni að barninu, og var það þá borið
honum, eða hann gat afsalað sér því og var það þá borið út, eða ef
sá er átti legorðssök ákvað að barnið skyldi lifa, þá var það óborið
og í móðurætt að lögum. Með kristnitöku leysir skírnin af hólmi þann
sið að bera í ætt, og mjög fljótlega er útburður barna aflagður.
Baugatal er aðeins í Konungsbók (Grg Ia, 193—207), og er það
fornlegasti kafli Grágásar. Hann fjallar um vígsbætur, hverjir séu
baugbætendur og baugþiggjendur, en það eru aðeins karlar í 5 ætt-
liði. Eina undantekningin frá því er baugrýgur, þegar svo stendur á
að dóttir hins vegna er einbirni. I vígslóða segir um vígsbætur: „Bæt-
ur allar um vígsakar eigu arftökumenn, hvort sem þeir eru karlar
eða konur, hvergi er sök sækir eða hvergi sem aðili er“ (Grg Ia, 171).
„Móðir á þriðjung úr vígsbótum eftir börn sín skírborin við föður
og bræður samfeðra ins vegna“ (Grg II, 354; sbr. Ia, 171).
Eins og séð verður eru aðiljar að vígsbótum aðrir í vígslóða en
í baugatali, eða eins og ætla má að þeir hafi verið í Hafliðaskrá, en
baugatal getur ekki hafa átt heima í henni. Það sama á við um
eftirfarandi úr tryggðamálum, sem kom í lok baugatals: „Nú haldið