Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Page 91
96
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
g-engi'ö inn í eldhúsið. Yfir því og stofu og gangi, eða með öðrum
orðum sagt, yfir ö!lu húsinu, var loft sem notað var til geymslu. Undir
stofu var kjalíari þar sem mjólkurmatur, slátur og garðávextir voru
geymdir. Baðstofan var fjósbaðstofa, en vestan hennar kom svo
g'amla eldliúsið og síðan fjóshlaðan, sem var vestasta húsið í þorp-
inu.“
Færa má rök fyrir því að þetta gamla eldhús sé hús það sem
Brynjólfur Þorsteinsson byggði árið 1818 og bjó í og að það hafi
staðið óhaggað að mestu uns það var rifið og endurbyggt árið 1922.
Viðirnir úr húsinu eru flestir til enn. Þeir eru vandaðir og vel heflaðir
og sýnir það atriði að þeir hafi ekki verið ætlaðir í eldhús því aldrei
var siður að vanda svo til eldhúsviða, Auk þess sáust ummerki eftir
dyr á austurvegg hússins og hefur átt að ganga um þær í annað
hús, en aldrei var á þessum slóðum innangengt í lilóðaeldhús þar eð
þá fylltist bærinn af brælu. Er trúlegast að Brynjólfur hafi hugsað
húsið sem hluta af framtíðarbæ sínum, sem hann gafst þó upp við
að byggja.
1 fyrrnefndu bréfi sínu segir Ragnar Stefánsson enn frcmur:
,,.. . ég tel að varla komi til greina að þetta hús hafi verið rifið frá
því Brynjólfur byggði það fyrst og þar til faðir minn reif það og
endurbyggði 1922. Eg tel mig muna allvel eftir því þegar eldhúsið
var rifið, en þá var ég 8 ára gamail, og man að mér finnst mjög vel,
hvað um þetta hús var þá talað, t.d. hver byggði það og að þetta var
fyrsta húsið sem Brynjólfur byggði vegna fyrirhugaðrar húsasam-
stæðu fyrirhugaðs bæjar. Jón Einarsson afi minn vann að uppsefn-
ingu grindar þegar liúsið var reist aftur og heilaði það ásamt Jóni
bróður mínum. Mig minnir fastlega að hann segði svo frá að hann
vissi ekki nákvæmlega um aldur þess, en fullvíst væri að það væri
orðið rúmlega 100 ára gamalt. Ég er öruggur með að muna það rétt
að hann tafdi það losa 100 árin. Eg tel mjög ólíklegt að hann hefði
tekið svo til orða ef hann hefði vitað til að húsið hefði verið hreyft
eða ofan tekið þennan tíma. Hann er fæddur 1846, flytur að Skafta-
felli 22 ára (1868) frá Svínafelli, en þar ólst hann upp.“ Bærinn í
Hæðum mun hafa verið byggður urn eða fyrir 1867 svo sem fyrr sagði.
Nú heldur Ragnar áfram: „ . . . eða laust áður en afi minn fluttist
að Skal’tafelli og hann hefur því hlotið að vita greinilega ef Bjarni
Jónsson hefði endurbyggt eldhúsið og þá miðað aldur þess við aldur
hins nýbyggða bæjar og ekki talið það rúmlega 100 ára 1922 ef
það hefði aðeins verið tóftin og viðir hússins, sem náðu þeim aldri.“
Þegar bærinn var fluttur 1939 var eldhúsið rifið og viðirnir úr