Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Síða 105
110
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Gísli Vagnsson, sem fæddur er 1901 í Austur-Barðastrandarsýslu,
en bjó á fullorðinsárum í Arnarfirði og Dýrafirði, nefnir slægnalamb
í sambandi við veðurspár eftir innýflum sláturfjár:
Nú gat bóndinn sjálfur lesið þær rúnir af innyflum lambsins, er
slátrað var. Til þess var venjulega valið „slægnalambið“, sem
slátrað var, er heyönnum var lokið.24)
Að lokinni þessari upptalningu skal sýnt dæmi þess, hvernig
orðið slagasauður var notað í yfirfærðri merkingu fyrir hundrað
árum. Um er að ræða útlenda frétt í blaðinu Isafold árið 1878 um
eftirmál tilræðis við Vilhjálm Þýskalandskeisara. Tilræðismaður-
inn hét Nobiling og reyndi að fremja sjálfsmorð, en lögreglan freist-
aði þess að halda í honum lífinu í von um að hafa upp úr honum
tilvísanir á aðra samsærismenn. Það kom þó fyrir ekki. Um þetta
segir í hlaðinu, sem þá var ritstýrt af Grími Thomsen:
Það er því líkast, að stjórainni verði lítill slægur úr, þó hún ali
hjer slagasauðinn.25)
Það sést af því, sem nú hefur verið rakið um þessi engjagjöld á
19. öld, að svo gott sem allar heimildir, sem með vissu má staðsetja
eru frá Austur- og Suðurlandi og síðan Vestfjörðum. En þar sýnast
þau líka ríflegast útilátin. Það kann að vera tilviljun, að engin örugg
heimild skuli enn hafa fundist frá þessum tíma af Vestur- eða Norð-
urlandi nema þessi eina úr Suður-Þingeyjarsýslu, sem segir, að töðu-
gjöld og slægjur séu óvíða (bls. 108). Það kemur hinsvegar heim við
áðurgreint álit Jóns Arnasonar, að slægjur hafi verið miklu tíðari á
Suðurlandi en Norðurlandi (bls. 107).
Slægjufundir
Svo er helst að sjá sem sumir Þingeyingar hafi unað því illa, að
engin uppskeruhátíð skyldi vera í brúki hjá þeim þrátt fyrir hið
landskunna félagsmálavafstur þeirra á síðara hluta 19. aldar. Enda
kemur að því laust fyrir aldamót, að þar er tekið upp nýmælið slægju-
fundir, sem ekki voru bundnir við einstök heimili, heldur heila sveit.
Upphaf þeirra virðist mega rekja til Mývatnssveitar, og hefur rit-
höfundurinn Jón Stefánsson (Þorgils gjallandi) verið helstur frum-
kvöðull að þeim. Arnór Sigurjónsson segir frá því í ævisögu hans,