Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Qupperneq 161
TVEIR RÓSAÐIR RIÐSPRANGSDÚKAR
165
er klútanna ekki getið sérstaklega fyrr en í prófastsvísitasíu 1801
og riðsprangsklútsins þá á þessa leið: ..Kaleiksklútur af raudu Silke-
netverke, med ísaumudum mislitum Rósum, brosten á Jödrum.“29
Kaleiksklútanna er aftur getið 1807 og 1827 og þá með sama orðalagi
og fyrr nema hvað riðsprangsklúturinn er ekki sagður brostinn 1827,
en þrykkti klúturinn úrgenginn.30 Árið 1870 er í prófastsvísitasíu
einungis vitnað í biskupsvísitasíuna frá 1827,13 og í biskupsvísitasíu
1890 er talið ónauðsvnlegt að lýsa textílskrúða kirkjunnar þar sem
með nýrri kirkjubyggingu, sem þá er búið að gera grunn að, verði
skrúðinn sumpart bættur, sumpart endurnýjaður.32 í sambandi við ný-
smíð kirkjunnar hafa, svo sem sjá má af reikningum 1893, ýmsir gaml-
ir gripir hennar verið seldir „forngripasafni landsins,“ þ.e. Þjóðminfa-
safni;33 ekki var þó riðsprangsklúturinn þeirra á meðal, því að eins
og fyrr sagði var hann enn í kirkjunni er Matthías Þórðarson
yfirleit hana 1911. Eins hefur hann verið þar 1920 er Matthías
kemur þar aftur og gerir engar athugasemdir við fyrri skrif sín,
og er biskup vísiterar staðinn 1926 var skráð korpórale í kirkjunni,
eflaust riðsprangsklúturinn, þótt ekki sé honum lýst að neinu leyti.34
Við síðari biskupsvísitasíur, til dæmis 1963, nmn hans ekki hafa ver-
ið getið.39
IV Saumgerð
Eins og fram kemur af ofanskráðum lýsingum á korpóralsklútnum
frá Staðarfelli og lengjunni úr Laxárdal, sem vafalítið er hluti af
altarisbrún úr Hjarðarholtskirkju í Dölum, eru þessir hlutir náskyld-
ir hvor öðrum hvað snertir efni, liti, gerð, frágang og munstur, auk
þess sem þeir berast kirkjunum um svipað leyti, annars vegar á tíma-
bilinu frá 1725 til 1733, hins vegar 1733. Um þá báða er í vísitasíum
viðhöfð orðmyndin riðsprang, en áður var ekki hægt að tengja það
orð við varðveittan útsaum í hnýtt net,30 þó svo að það gæfi fylli-
lega til kynna að átt væri við slíkan saum, fyrst og fremst að
minnsta kosti. En eftir að auðsætt virtist að lengjan Þjms. 898 sé
leifar af altarisbrúninni, og með tilkomu korpóralsklútsins, eru feng-
in tvö áþreifanleg dæmi, hið síðara óyggjandi um að orðmyndin hafi
verið notuð um saum í. hnýtt (riðið) net.37 Hvort beri að skilja
orðið í enn þrengri merkingu er heldur ósennilegt, sér í lagi þegar
hafðar eru í huga nokkrar aðrar heimidir um það.38 Þó er svo
mál með vexti að saumgerðin á þessum tveimur gripum er frábrugðin
öðrum útsaumi í hnýtt net sem vitað er til að varðveist hefur á