Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Page 194

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Page 194
198 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Talsvert var unnið að viðgerð bæjarins í Selinu í Skaftafelli undir umsjón Gísla Gestssonar fv. safnvarðar, en verkið önnuðust Sigur- þór Skæringsson og Jóhann G. Guðnason með aðstoðarmönnum. Er samt allmikið verk eftir við þennan bæ, einkum þó smíðaverk hið innra. Einnig var talsvert unnið í Glaumbæ, en ljóst er, að mikið verk þarf að vinna þar á næstu árum, enda er hann mikill að moldum og jarðraki sækir mjög á bæinn þrátt fyrir að loftblásturskerfi sé haft í gangi dag og nótt, sumar sem vetur. — Þá var einnig lítils háttar lagfært torfverkið í Grafarkirkju og einnig á Stóru-Ökrum, en við bæjarhúsin þar bíður samt mikið og vandasamt verk, því að endur- byggja þarf þessi hús algerlega frá grunni og skipta um mikið af tréverkinu. — Annaðist Stefán Friðriksson þessar viðgerðir. Sett var upp grindin að Kornhúsi eða Beykisbúð frá Vopnafirði í Árbæjarsafni og botnplata steypt, en Þjóðminjasafnið á þessi gömlu hús, Kornhús og Kjöthús, og reisir á safnsvæðinu í Árbæ með sam- þykki Arbæjarsafns. Reyndist grindin að Kornhúsinu mjög illa far- in og þurft.i að endurnýja mikinn hluta hennar, auk þess sem afla þurfti að nýju viða í bita undir neðra loft, sem sagaðir höfðu verið brott og gólfið tekið úr. Fékkst að nokkru gamalt timbur í viðgerð- irnar. Ekki tóst að gera meira að þessu húsi, en þeir Pétur G. Jónsson og Guðmundur Baldur Jóhannsson trésmiður unnu að þessu verki. Áður en grindin var fulluppsett var sett inn á gólfið hin stóra gufuvél úr fiskhúsi Alliance, sem safnið fékk fyrir nokkrum árum frá Vélskóla íslands. Hún er smíðuð 1889 og er áformað að geyma hana þar inni í húsinu ásamt l'leiri slíkum stórum hlutum, enda ekki um aðra hentugri geymslu að ræða að sinni. I Viðey var talsvert unnið við undirstöður gólfbita og þeir síðan lagðir og gengið frá undirstöðum veggja. Þá var hafist handa um að leggja að nýju gólf á neðra lofti og gamla efnið notað og unnið var timbur í gólfið niðri og flutt þangað út. — Þetta verk var unnið eins og áður undir umsjón Bjarna Ólafssonar trésmíðameistara og Þor- steins Gunnarssonar arkitekts. Auk þessara verkefna hafði safnið hönd í bagga með mörgum verkefnum öðrum af sama tagi, sem unnin eru á vegum annarra. Þann- ig fór Guðmundur Ólafsson safnvörður í febrúar norður að Glæsibæ við Eyjafjörð og gaf ráð um viðgerð kirkjunnar þar, sem smíðuð er af Þorsteini á Skipalóni, merkilegt hús og gott. Tvær kirkjur voru teknar í notkun að nýju eftir viðgerð, sem Þjóðminjasafnið og Húsa-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.