Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Síða 194
198
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Talsvert var unnið að viðgerð bæjarins í Selinu í Skaftafelli undir
umsjón Gísla Gestssonar fv. safnvarðar, en verkið önnuðust Sigur-
þór Skæringsson og Jóhann G. Guðnason með aðstoðarmönnum. Er
samt allmikið verk eftir við þennan bæ, einkum þó smíðaverk hið
innra.
Einnig var talsvert unnið í Glaumbæ, en ljóst er, að mikið verk
þarf að vinna þar á næstu árum, enda er hann mikill að moldum og
jarðraki sækir mjög á bæinn þrátt fyrir að loftblásturskerfi sé haft
í gangi dag og nótt, sumar sem vetur. — Þá var einnig lítils háttar
lagfært torfverkið í Grafarkirkju og einnig á Stóru-Ökrum, en við
bæjarhúsin þar bíður samt mikið og vandasamt verk, því að endur-
byggja þarf þessi hús algerlega frá grunni og skipta um mikið af
tréverkinu. — Annaðist Stefán Friðriksson þessar viðgerðir.
Sett var upp grindin að Kornhúsi eða Beykisbúð frá Vopnafirði í
Árbæjarsafni og botnplata steypt, en Þjóðminjasafnið á þessi gömlu
hús, Kornhús og Kjöthús, og reisir á safnsvæðinu í Árbæ með sam-
þykki Arbæjarsafns. Reyndist grindin að Kornhúsinu mjög illa far-
in og þurft.i að endurnýja mikinn hluta hennar, auk þess sem afla
þurfti að nýju viða í bita undir neðra loft, sem sagaðir höfðu verið
brott og gólfið tekið úr. Fékkst að nokkru gamalt timbur í viðgerð-
irnar. Ekki tóst að gera meira að þessu húsi, en þeir Pétur G.
Jónsson og Guðmundur Baldur Jóhannsson trésmiður unnu að þessu
verki.
Áður en grindin var fulluppsett var sett inn á gólfið hin stóra
gufuvél úr fiskhúsi Alliance, sem safnið fékk fyrir nokkrum árum
frá Vélskóla íslands. Hún er smíðuð 1889 og er áformað að geyma
hana þar inni í húsinu ásamt l'leiri slíkum stórum hlutum, enda ekki
um aðra hentugri geymslu að ræða að sinni.
I Viðey var talsvert unnið við undirstöður gólfbita og þeir síðan
lagðir og gengið frá undirstöðum veggja. Þá var hafist handa um að
leggja að nýju gólf á neðra lofti og gamla efnið notað og unnið var
timbur í gólfið niðri og flutt þangað út. — Þetta verk var unnið eins
og áður undir umsjón Bjarna Ólafssonar trésmíðameistara og Þor-
steins Gunnarssonar arkitekts.
Auk þessara verkefna hafði safnið hönd í bagga með mörgum
verkefnum öðrum af sama tagi, sem unnin eru á vegum annarra. Þann-
ig fór Guðmundur Ólafsson safnvörður í febrúar norður að Glæsibæ
við Eyjafjörð og gaf ráð um viðgerð kirkjunnar þar, sem smíðuð
er af Þorsteini á Skipalóni, merkilegt hús og gott. Tvær kirkjur voru
teknar í notkun að nýju eftir viðgerð, sem Þjóðminjasafnið og Húsa-