Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Page 1
5
ÞÓRGUNNUR SNÆDAL
ISLENSKAR RUNIR
í NORRÆNU LJÓSI
Arið 1818, mánudaginn 12. október, voru haldin réttarhöld að Lög-
niannshlíð í Eyjafirði yfir Hjálmari Jónssyni á Ytra-Krossanesi, en Jón
prestur Reykjalín í Glæsibæ hafði kært ósæmilega kveðlinga hans um
séra Jón og sum sóknarbörn hans. I kæru Jóns segir m.a: „En svo er fólk
sumt hrætt við hann sem kunnáttumann (af kukli og galdralærdómsvið-
leitni mun hann ekki frí vera, enda er mér sagt hann hafi heitizt við mig)
og kraftaskáld, að það þorir ekki, eða þykist voga að eiga neitt við hann
eður vitna um þetta nenia í læmingi.“
Sama dag og réttarhöldin stóðu yfir var gerð húsrannsókn á Ytra
Krossanesi, þar sem Hjálmar var til heimilis hjá föður sínum, til að leita
að „rúnum og ristinga stöfum...sem ásamt lians hneykslanlegum kveð-
skap skyldi... til ösku brennast vitnisfast á hreppstjórans heimili.“ Hjálmar
var dæmdur í 5 daga varðhald upp á vatn og brauð.1 Ekki er vitað hvort
einhverjar rúnir eða ristingar fundust hjá Hjálmari, sem seinna var
kenndur við Bólu í Blönduhlíð. Hvað sem því líður þá kunni Hjálmar
rúnir og kom þeim haglega fyrir í útskurðinum á hinum afburða vel-
gerða skáp senr nú er á Þjóðminjasafni.2 Efst á hurðinni er nafn hans
hialmar; neðst, undir myndinni af syndafallinu stendur adam okh eua.3
I kvæðinu Raupsaldurinn minnist hann á útskurð sinn, þar er þessi vísa,
sem hann gæti hafa ort með skápinn í huga:
Rakti úr böndum rúnasvarf
og reit upp hentuglega;
Menntunarfór mis við af
má því löngum trega.
Áhugi Hjálmars á rúnum kemur víðar fram í kvæðum hans, m.a. í Sig-
urdrífumálum hinum nýju.4
En það voru fleiri oddhagir og orðhagir bændur í Skagafirði á seinni