Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Side 3
ÍSLENSKAR RÚNIR í NORRÆNU LJÓSI
7
hluta 19. aldar en Bólu-Hjálmar. Ólafur Guðmundsson (1835-1902),
bóndi á Húsey íVallhólmi, Löngumýri og víðar, á heiðurinn af yngstu ís-
lensku rúnaristunni sem mér er kunnugt um. Ólafur var ágætur hagyrð-
ingur og orti m.a. margar hestavísur. Hann var einnig héraðskunnur
íþróttamaður, glímukappi og sundkennari. I eigu afkomenda hans er
ennþá rúmfjöl sem Ólafur skar.5 A henni er ártalið 1878, fangamark hans
og konu hans Ingibjargar Einarsdóttur og sálmavers sem hann orti sjálfur,
rist með rúnum:
Kenn mér Jesús kraft þíns orða
á hvílu minnar rista jjöl,
þeirra tnig í skjóli skorða
skelft ekkert svefna böl.
Víggirðing svo völd sé rúms
valdkröftugri öndum húms,
Verndarenglar vakt hjá standi
voðasálar móti grandi.
Sennilega er það engin tilviljun að yngstu dæmin um íslenska rúnalist
eru úr Skagafirði. Arngrímur Jónsson lærði, sem í riti sínu Crymogœu
(1609) kynnti fyrstur manna íslenskar fornbókmenntir í Evrópu, var
lengstunr í Skagafirði.'’ I Crynrogæu birtist íslenska rúnastafrófið, ásamt
nöfnum rúnanna, á prenti í fyrsta sinn.7 Arngrímur þekkti þær bækur um
rúnir sem þá voru til í Evrópu og notfærði sér þær í rúnaþættinum í
Crymogœu.
Annálaritarinn Björn Jónsson á Skarðsá hafði einnig áhuga á rúnum
og skrifaði 1642 fyrsta vísindalega ritið um íslenskar rúnir Nokkuð lítið
samtak um Rúnir... (sjá bls. 26). Það er varðveitt í mörgurn handritum og
hefur eflaust verið þekkt í Skagafirði á 19. öld.
Veturinn 1686-87, meðan hann sat í fangelsi í Kaupnrannahöfn,
kannski útaf handritakaupum sínum fyrir Svía, skrifaði Jón Eggertsson,
sem var frá Stóru Ökrum í Skagafirði, stuttan þátt um rúnir, Um rúna list
og aðferð samt leturs háttanna myndir. Þátturinn byggir að vísu að miklu
leyti á riti Björns á Skarðsá en með viðbótum sem sýna að Jón hefur
þekkt fleiri rit um þau efni og verið vel að sér um rúnir, enda varð hann
fýrir galdraákæru útaf einu rúnablaði þegar málaferli hans útaf m.a.
Möðruvallaklaustri komu fyrir rétt 1680, en þá voru borin í lögréttu
nokkur galdurs blöð „er kennd voru Jóni Eggertssyni með 12 manna
vitnisburðum." Jón gat hreinsað sig af áburðinum og „lögmaðurinn tók