Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Page 4
8
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
2. mynd. Rúmjjölinfrá Löngumýri, skorin 1878 af Ólafi Guðmundssyni bónda í Skaga-
firði, er einna yngst af Islenskum rúnaristum. (Mynd Guðmundur Ingólfsson).
eiða...að þetta rúnablað hefði Jón Eggertsson með eigin hendi skrifað, að
sinni hreinni samvisku.“8
Rúnafræði var ennþá stunduð í Skagafirði um miðbik 19. aldar, þegar
skagfirski fræðimaðurinn Gísli Konráðsson skrifaði a.m.k. tvö rúnakver.9
Gísli var að vísu farinn úr Skagafirði þegar Olafur Guðmundsson skar
rúmfjölina 1878, en áhrifanna af rúnafræðum Gísla, Björns á Skarðsá og
annarra Skagfirðinga gæti hafa orðið til að rúnalistin átti ítök þar lengur
en annarsstaðar á landinu.
Bækur Arngríms unr Island og sá fróðleikur um forna sögu Norður-
landa sem samkvæmt þeim var að finna í íslenskum handritum vöktu
verðskuldaða athygli úti í heimi, ekki síst í Danmörku og Svíþjóð. Þessi
nýbökuðu stórveldi höfðu mikinn áhuga á heimildum sem gætu sannað
að þau ættu eins glæsta sögu og önnur stórveldi í Evrópu.
Þegar í lok 16. aldar byijuðu Svíar að safna gögnum um rúnir og birta
rúnaletur í sagnfræðilegum ritum. Arið 1599 prentaði Johannes Bureus
rúnatöflu sína Runakenslancs lerespan með sýnishorn af ýmsum rúnaletr-
um og myndum af rúnasteinunr og hélt síðan ótrauður áfram að teikna
rúnasteina og skrásetja þá, enda af nógu að taka í Svíaríki. Han áleit að
sænska eða „götiska“, gautska, væri eitt af elstu tungumálum heimsins og
letur hennar, rúnirnar, væru fjörgamlar, gott ef ekki síðan fyrir syndaflóð.
Dönum líkaði illa þessar kenningar Bureusar, enda vildu þeir ekki vera
eftirbátar Svía á neinu sviði. Arið 1625 fékk læknirinn og náttúrufræð-
ingurinn Ole Worm skipun Danakonungs um að rannsaka danska rúna-
steina og gera myndir af þeim. Arið eftir birti hann sitt fýrsta verk um
rúnir, Fasti Danici. Þar hélt hann því fram að Danir væru elsta þjóð
Norðurlanda og að Danir, ekki Svíar, hefðu fundið upp rúnirnar. Spunn-
ust af þessu langvinnar deilur milli þjóðanna.
Worm vissi af ritum Arngríms lærða að á Islandi voru til gamlar bækur