Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Page 6
10
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
handahófi á hvítt klæði. Að því búnu kemur prestur þjóðflokksins, ef
spáfréttin er fyrir alþjóðar hönd en annars heimflisfaðirinn, lítur hann
upp til himins og ákallar guðina, en tekur því næst hvern bút þrisvar upp.
Þýðir hann svo hlutkestið af merkjum þeinr er á bútana voru sett.“ 15
Ekki er líklegt að þessi merki (notae) hafi verið rúnir, en slík merki
gætu hafa verið fyrirrennarar rúnanna. Enda álíta sumir rúnafræðingar að
nokkur af þessum táknum hafi seinna verið tekin upp í rúnastafrófið.16
Orðið rún, sem upphaflega virðist hafa þýtt leyndarmál, leynilegt tákn,
o.s.frv., gæti verið eldra en rúnirnar og verið notað um slík spádóms-
merki. Það er athyglisvert að presturinn tók hvern bút þrisvar upp, gæti
það bent til þess að skifting rúnastafrófsins í þrjár ættir eigi uppruna sinn
í notkun þeirra við slíkar spáfréttir. En ætla má að rúnirnar hafi leyst hin
fýrri tákn af hólmi og að nöfn þeirra, sem sennilega hafa fýlgt þeim frá
upphafi, hafi þjónað ákveðnum tilgangi við véfréttir og spádóma.17
Rúnirnar koma fram á sjónarsviðið þegar ættarsamfélög germana fara
að þróast í herkonungdæmi fyrir áhrif frá Rómaveldi. Þessir herkonungar
stældu mjög rómverska siði og þessvegna er eðlilegt að stafróf þeirra sé
tilkomið fyrir áhrif frá rómversku letri, enda eru tengsl rúnanna við þessa
stétt augljós frá upphafi. Höfuðgoð þessara herkonunga og fýlgismanna
þeirra var Oðinn og því eðlilegt að rúnirnar væru tileinkaðar honum eða
taldar frá honurn komnar.18 Ekkert bendir þó til annars en að rúnirnar
hafi frá upphafi fýrst og fremst verið notaðar sem venjulegt letur og elstu
áreiðanlegu dæmin um rúnagaldra eru frá 5. öld.
Þjóðjlutningatímabilið 315-568 e. Kr.
Árið 375 flæddu Húnarnir yfir ríki Gota við Svartahaf og tími hinna
miklu þjóðflutninga hófst. Austgotar, Vestgotar, Frankar, Langbarðar og
aðrir germanskir þjóðflokkar tóku sig upp undir forystu herkonunga
sinna. Allt komst á ringulreið í Evrópu og árið 476 féll vestrómverska
ríkið.
í öngþveiti og styrjöldum þjóðflutninganna þróaðist goðafræði,
goðsagnir, og myndmál Germana í Skandinavíu. Herkonungar norður
þar báru nú gullkingur, (brakteater), eftirlíkingar af rómverskum skart-
gripurn, sem sennilega hafa verið bæði verndargripir og stöðutákn.19 Yfir
900 slíkir skrautgripir hafa fundist í Skandinavíu, meirihlutinn í Dan-
mörku. Á þeim er yfirleitt myndskreyting, sem í samþjöppuðu myndmáli
sýnir einhverja goðsögn oftast tengda Oðni. Goðsögnin sýnir mátt hans
og getu til að halda óreiðuöflum tilverunnar í skefjum og vernda nrann-
fólkið gegn þeim. Atli, Jörmunrekur og fleiri Húnakonungar verða