Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Page 7
ÍSLENSKAR RÚNIR í NORRÆNU LJÓSI
11
3. mynd. Gullkinga (brakteat) frá Sjálaudi. Rúnaáletrunin byrjar við höfuð Óðins: liariu-
hahaitika :farauisa :gibuauja, sem á íslensku mundi vcra: Harihua heiti eg, (hinn) far-
vísi, (eg) gef ey (þ. e. heill, hamingju). I Landnámu segirfrá Glúmi Þorkclssyni scm
gamall tók kristni og svo baðst fyrir að krossi: „Gott ey gömlum mönnum gott ey ærum
(yngri) mönnum. ”Takið eftir hinn treföldu Týs-rún og spjótinu sem sýnir að myndin er af
Oðni með Gungni.
þátttakendur í hetjukvæðum Germana og rúnagaldrar eru nú mikilvægt
vopn gegn þeim hættum sem ógnuðu samfélaginu. A mörgum þessara
skrautgripa er rúnaletur, oftast töfraorð eða nokkrar rúnir. Algengustu
töfraorðin eru alu, sem trúlega er af sama stofni og orðið öl, en þýðir hér
sennilega leiðsla, algleymi; laþu löð, heimboð, og auja, ey, hamingja, vel-
gengni. Elstu dæmin um rúnagaldra eru einmitt á þessum skrautgripum
°g öðrum rúnaristum frá 5. og 6. öld. Virðast þeir koma í fylgd rúna-
Rieistara sem nefnir sig erÍlaR „eril“. betta er greinilega titill af einhverju
f'gi: Eg eril Asgisls stendur á spjótskafti frá Kragehul á Fjóni. Nafn lians
virðist vera einskonar dulnefni: A rúnasteini í Jársberg áVermlandi í Sví-
þjóð stendur: Eg eril, Ljúfr heiti cg, Hrafn heiti eg, rúnir risti eg.2"
Mjög hefur vafist fyrir orðsifjafræðingum að skýra merkingu orðsins.
Sennilegast er þó að það sé skylt orðinu jarl. Enda er Jarl í Rígsþulu
nefndur í sambandi við bæði rúnir og landeignir. Eegar sveinninn Jarl var
vaxinn úr grasi og kunni flestar listir svo sem ...hestum ríða / hundum
verpa / sverðum bregða /sund aðfremja (Rígsþula 35. v.) kemur Rígr faðir
hans aftur: Kom þar úr rttnni / Rígr gangandi / Rígr gangattdi / rúnar kenndi
/sitt gaf heiti /son kveðsk eiga / þanu bað hann eignask/ óðalvöllu / óðalvöllu
/aldnar byggðir. (Rígsþula 36. v.)