Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Page 8
12
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Eins og áður er sagt er sennilegt að nöfn rúnanna hafi fylgt þeim frá
upphafi og að þær hafi frá upphafi verið notaðar við spádóma og véfrétt-
ir. Ef rúnanöfnin eru grannt skoðuð má sjá að þau eru sótt í þrjú tilveru-
svið hins germanska heims: veröld goða og jötna, náttúrunnar og mann-
heima. Sem dæmi má nefna ás, Týr og þurs úr goðheimum, fé, maðr og
kauti úr mannheimum og bjarkan og hagall og íss úr náttúrunni.21
I rúnagaldri táknuðu rúnirnar það sem fólst í nafni þeirra og rúna-
galdrar byggjast á notkun þessara táknmynda, oft með töfraorðum af
ýmsu tagi. Að sjálfsögðu urðu engir galdrar úr því að rista fáein töfraorð
eða rúnir, rúnirnar varð að magna krafti með töfraljóðum og helgiat-
höfnum og hefur það væntanlega verið hlutverk hins dularfulla erils.
Þekking á rúnatöfrum og -galdri var þó ekki einkaeign karla.Valkyrjan
Sigrdrífa kennir Sigurði Fáfnisbana rúnagaldra og konur eru oft nefndar í
sambandi við rúnir í öðrum eddukvæðum.
Þó að rúnagaldur hafi tíðkast eitthvað á þjóðflutningaöldinni og síðar
er þó mjög lítill hluti af ristunum af því tagi. Ein ástæðan fyrir því er
sennilega sú að slíkar ristur virðast ekki hafa átt að vera til langframa
heldur voru þær „ristar“ á táknrænan hátt eða eyðilagðar við fórnarat-
hafnir:...á lófum þær skal rísta /ok of liðu spenna /ok biðja þá dísir duga.
(Sigrdrífumál 9.v.) og ...Allar váru af skafnar / þœr er váru á ristnar / ok
hvefðar við hinn helga mjöð /ok sendar á víða r,egí?...(Sigrdrífumál 18.v.).22
Ef litið er á dreifingu galdrarúna virðast þær stinga sér niður hér og
þar á vissum tímum, en vera að mestu óþekkt fyrirbæri á öðrum svæðurn
og tímum. Til dæmis hafa margir verndargripir með rúnagaldri og sær-
ingum fundist á Eylandi en á nágrannaeyjunni Gotlandi virðist rúnagald-
ur hafa verið nærri óþekkt fyrirbrigði.
Víkingaöld, 800-1100 e. Kr.
Norður-germönsk og norræn mál tóku miklum breytingum á 6. og 7.
öld og þegar leið á 7. öldina breyttist rúnaletrið og aðlagaðist smámsaman
breyttu máli. A 8. öld leysir nýtt rúnaletur með 16 stöfum hið eldra 24
stafa letur af hólmi. Þetta letur er til í þremur gerðum og er engu líkara
en Norðurlöndin hafi gert með sér samning um að taka nýtt letur í
notkun. Það skýtur upp kollinum í Svíþjóð, Danmörku og Noregi svo til
samtímis, og því er ekki hægt að skera úr um hvar það á upptök sín.
Margt bendir þó til þess að auknar samgöngur á víkingaöldinni og aukin
verslun milli landanna við Eystrasalt hafi haft í för með sér aukna þörf
fyrir ritmál og víst er að flestar elstu risturnar með nýja rúnaletrinu eru
frá kaupstöðunum Heiðabæ og Birka og frá verslunareyjunni Gotlandi.