Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Page 15
ÍSLENSKAR RÚNIR í NORRÆNU LJÓSI
19
ur haug þennan þó á björtum degi sé. Þeir krossfarar sem vitinu héldu
styttu sér stundir við að rista rúnir á slétta sandsteinsveggi haugsins. Alls
eru þar um 30 ristur þó líklega séu þær ekki allar frá krossförum komnar.
Ein er að öllurn líkindum skorin af Islendingi og byijar á dulrúnum
(kvistrúnum): Þessar n'mar reist sá maðr er rýnstr erfyrir vestan haf með þeirri
öxi er átti Gaukr Tmnáilssonrfyrir sunnan land. Gaukur Trandilsson á Stöng
er nefndur í Njálu og var uppi á seinni hluta 10. aldar og hefur verið gott
stál í öxinni þeirri arna ef hún hefur verið svo beitt eftir 200 ár að hún
var nothæf til að rista hinar hnífskörpu rúnir á hellunni í Orkahaugi.40
Einnig má geta þess að íslensk nöfn, skorin með rúnum, hafa fundist á
•tterkispjöldum frá miðöldum í Þrándheimi og Bergen.41
Rúna er stundum getið í miðaldaritum og ekkert bendir til að kunn-
atta í þeim hafi verið óvenjuleg. Enda var Ari fróði, sem líklega einna
fyrstur manna á Islandi skrifaði á bókfell, svo áhugasamur um að varð-
veita hina fornu leturgerð að hann ásamt Þóroddi rúnameistara setti fram
endurbætt rúnaletur á móti latínuletrinu.42
Snorri Sturluson var einnig allvel kunnugur rúnum. Þegar hann í
Háttatali skýrir sérstöðu dróttkvæðs háttar segir hann: „Þessi er upphaf
■dlra hátta, sem málrúnir eru fyrir öðrum rúnum.“43 Þó var Snorri ekki
týnni en svo að hann fékk ekki að fullu ráðið bréfið með stafkarlaletri
senr Oddur Sveinbjarnarson sendi honum frá Álftanesi til að vara hann
vtð Sunnlendingum. Hann sýndi Orækju syni sínum og Sturlu Þórðar-
syni bréfið skönunu fýrir dauða sinn, en þeir fengu ekki lesið það til hlít-
ar þó að þeim skildist að þetta væri aðvörun af einhverju tagi.44 Má vera
að ævi Snorra hefði fengið annan endi ef þeir frændur hefðu verið sleip-
ari í rúnalistinni. Rýnstur þeirra Sturlungafrænda var án efa Olafur Þórð-
atson hvítaskáld, sem í málskrúðsfræði sinni fræðir okkur töluvert unr
notkun rúnanna á hans tíð.45
Legsteinar með rúnaletri
Euinaþekking Olafs Þórðarsonar gaf Finni Jónssyni þá hugnrynd að upp-
haf rúnalegsteina mætti rekja til skólans sem Ólafur á að hafa rekið í Staf-
holti í Stafholtstungum og mundi hann þar hafa kennt rúnir.46 Ólafur lést
utn 1260. Ekki er vitað hvað skóli hans var lengi rekinn og heldur ólík-
E'gt að kennslan þar hafi náð að hafa mikil áhrif á rýni landsmanna, enda
virðast legsteinar með rúnaletri ekki fara að tíðkast fýrr en nokkrum ára-
higum eftir daga Ólafs.
Um 50 slíkir steinar eru þekktir. Ríflega 30 eru ennþá til, sumir þó í
Utotum. Flestir þeirra eru nú í Þjóðminjasafni. Legsteinarnir dreifast í