Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Page 18

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Page 18
22 ARBOK FORNLEIFAFELAGSINS öld en það er varla trúlegt að þessi eini steinn sé nærri 200 árum eldri en aðrir rúnasteinar á landinu. Steinninn frá Hjarðarholti er sennilega frá því um 1300 eða öndverðri 14. öld. Að öllum líkindum er hann nokkuð eldri en elsti steinninn sem áreiðanlega er hægt að tímasetja en það er steinninn við Höskuldsstaða- kirkju á Skagaströnd. Hann er einna stærstur allra rúnasteinanna, nærri tveggja metra langur stuðlabergsdrangur, sóttur í núpinn fyrir ofan Hösk- uldsstaði. Ristarinn hefur ekki notað nema lítinn hluta af plássinu og þjappar rúnunum saman í einu horni steinsins: her : huilir : sira : marteinn : prestr Hér hvílir síra Marteinn prestur Presturinn er sennilega séra Marteinn Þjóðólfsson, sem lést 1383, hans er oft getið í samtímaheimildum.49 A fyrri hluta 15. aldar eru áletranir á rúnalegsteinum komnar í nokkuð fastar skorður. Rúnirnar afmarkast nú oftast af rammastrikum, þær eru vel gerðar og ristan yfirleitt áferðarfalleg. Frá þessum tíma eru steinarnir frá Gilsbakka í Hvítársiðu og Kalmanstungu. Gilsbakkasteinninn er í kirkjugarðinum þar, vestan við kirkjuna, að mestu sokkinn í jörð. Hann er um 120 sm langur: her i huiler : gils : ions : son : gils : sonar Hér hvílir Gils Jónsson Gilssonar Gils Jónsson er án efa sonur þess Jóns Gilssonar sem átti legstein í Kalmanstungu, en sá steinn var lengi týndur. í Rúnareiðslu sinni (sjá bls. 26) nefnir Jón Olafsson frá Grunnavík stein sem hann minnir sé frá Kalmanstungu, en sú teikning af steininum sem hann hafði séð hjá Arna Magnússyni týndist í brunanum inikla 1728. A. Bæksted efaðist þess- vegna um að steinninn hafi nokkurntíma verið til.50 En Jón hafði rétt fýrir sér. 1951 kom steinninn í leitirnar í gamla kirkjugarðinum (kirkjan var lögð af 1812). Hann er nú í Þjóðminjasafni (Þjms 15015); þetta er sexstrendur gulur Baulusteinn, rúmlega 150 sm langur, í tveimur brotum. Rúnirnar eru einstaklega skýrar og vel varðveittar: + her : huiler : ion : gils : son fins i sonar • les : eina : p-ter • noster ■ firir ■ hans ■ sal ■ Hér hvílir Jón Gilsson Finnssonar. Les þú eina pater nosterfyrir hans sál. Jón Gilsson er þekktur úr nokkrum skjölum. Hann kaupir Kalmans- tungu 1398, og er talinn hafa dáið 1429. Ekki er vitað hvor steinninn er eldri eða hvað hefur verið langt á milli dauða þeirra feðga, en steinarnir eru mjög líkir að öllu yfirbragði og eru að öllum líkindum gerðir af sama manni.51
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.