Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Page 18
22
ARBOK FORNLEIFAFELAGSINS
öld en það er varla trúlegt að þessi eini steinn sé nærri 200 árum eldri en
aðrir rúnasteinar á landinu.
Steinninn frá Hjarðarholti er sennilega frá því um 1300 eða öndverðri
14. öld. Að öllum líkindum er hann nokkuð eldri en elsti steinninn sem
áreiðanlega er hægt að tímasetja en það er steinninn við Höskuldsstaða-
kirkju á Skagaströnd. Hann er einna stærstur allra rúnasteinanna, nærri
tveggja metra langur stuðlabergsdrangur, sóttur í núpinn fyrir ofan Hösk-
uldsstaði. Ristarinn hefur ekki notað nema lítinn hluta af plássinu og
þjappar rúnunum saman í einu horni steinsins:
her : huilir : sira : marteinn : prestr
Hér hvílir síra Marteinn prestur
Presturinn er sennilega séra Marteinn Þjóðólfsson, sem lést 1383, hans
er oft getið í samtímaheimildum.49
A fyrri hluta 15. aldar eru áletranir á rúnalegsteinum komnar í nokkuð
fastar skorður. Rúnirnar afmarkast nú oftast af rammastrikum, þær eru
vel gerðar og ristan yfirleitt áferðarfalleg. Frá þessum tíma eru steinarnir
frá Gilsbakka í Hvítársiðu og Kalmanstungu. Gilsbakkasteinninn er í
kirkjugarðinum þar, vestan við kirkjuna, að mestu sokkinn í jörð. Hann
er um 120 sm langur:
her i huiler : gils : ions : son : gils : sonar
Hér hvílir Gils Jónsson Gilssonar
Gils Jónsson er án efa sonur þess Jóns Gilssonar sem átti legstein í
Kalmanstungu, en sá steinn var lengi týndur. í Rúnareiðslu sinni (sjá bls.
26) nefnir Jón Olafsson frá Grunnavík stein sem hann minnir sé frá
Kalmanstungu, en sú teikning af steininum sem hann hafði séð hjá Arna
Magnússyni týndist í brunanum inikla 1728. A. Bæksted efaðist þess-
vegna um að steinninn hafi nokkurntíma verið til.50 En Jón hafði rétt
fýrir sér. 1951 kom steinninn í leitirnar í gamla kirkjugarðinum (kirkjan
var lögð af 1812). Hann er nú í Þjóðminjasafni (Þjms 15015); þetta er
sexstrendur gulur Baulusteinn, rúmlega 150 sm langur, í tveimur brotum.
Rúnirnar eru einstaklega skýrar og vel varðveittar:
+ her : huiler : ion : gils : son fins i sonar • les : eina : p-ter •
noster ■ firir ■ hans ■ sal ■
Hér hvílir Jón Gilsson Finnssonar. Les þú eina pater nosterfyrir hans sál.
Jón Gilsson er þekktur úr nokkrum skjölum. Hann kaupir Kalmans-
tungu 1398, og er talinn hafa dáið 1429. Ekki er vitað hvor steinninn er
eldri eða hvað hefur verið langt á milli dauða þeirra feðga, en steinarnir
eru mjög líkir að öllu yfirbragði og eru að öllum líkindum gerðir af sama
manni.51