Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Side 19
ISLENSKAR RÚNIR í NORRÆNU LJÓSI
23
Frægastur íslenskra rúnasteina er steinninn frá Borg á Mýrum, sem tal-
inn var vera legsteinn Kjartans Olafssonar. Steinninn er nú í Þjóðminja-
safni (nr. 11049), en eftirlíking er á „leiði“ Kjartans í kirkjugarðinum á
Borg. Steinninn er fimmstrendur gulleitur Baulusteinn, um 125 sm lang-
ur:
hier : huiler : halur : hranason52
Hér hvílir Hallur Hranason
Eggert Olafsson og Bjarni Pálsson skoðuðu steininn 1753 og lásu letr-
ið: „Hér ligr Halr Kjartan Olafsson.“ Þeir töldu því steininn vera legstein
hetjunnar úr Laxdæla sögu.53
I Þjóðsögum Jóns Arnasonar segir frá manni sem tók steininn og ætl-
aði að nota í aflinn í smiðju sinni, en þá vitjaði eigandi steinsins bóndans
1 draumi: „Hann var mikill vexti og þreklegur, vel limaður og að öllu
hinn ásjálegasti. Hann var í dökkum klæðum, en ei gat ég séð í andlit
honum. Mér þótti hann segja við mig: „Illa gjörðir þú er þú tókst stein-
ffln minn í gær...og var sú eina minning sem hélt nafni mínu á lofti.““
Eóndinn þóttist viss um að maðurinn væri Kjartan Olafsson og lagði
steininn aftur á sinn stað.54 En það gefur auga leið að maðurinn í
draumnum hefur ekki verið Kjartan Olafsson heldur Hallur Hranason,
sem ekki er þekktur úr öðrum heimildum. Steinninn er sennilega frá síð-
ari hluta 15. aldar eða um 1500.
Lengsta áletrunin er á steininum á Grenjaðarstað í Suður-Þingeyjar-
sýslu. Hann liggur nú í kirkjugarðinum framan við kirkjuna. Þetta er
fimmstrendur stuðlabergsdrangur, sléttur og dökkur, um 130 sm langur.
Ifúmrnar eru smáar því fletirnir eru mjóir, en mjög vel gerðar og auð-
lesnar:
a) her : huilir : sigrid : hrafns : dotter : kuinna : biarnar : bond-
da
b) semundz : sonar : gud : fride : hennar : sal : til : godrar :
uonanar
c) huer : er : letrid : les : bid : firir : blidre : sal : syngge : signad
• ues
Hér Iwílir Sigríð Hrafnsdóttir, kvinna Bjarnar bónda
Sœmunds sonar, guð friði hennar sál til góðrar vonanar.
Hver er letrið les, bið fyrir blíðri sál, syngi signað vers.
Björn Sæmundsson, bóndi á Einarsstöðum í Reykjadal, kemur oft við
htéf á 15. öld. Sigríðar er ekki getið í skjölum en hún gæti hafa verið
dóttir Hrafns lögmanns Guðmundssonar.55
Rúnir tíðkast á legsteinum alla 16. öldina og fram á 17. öld. Yngsti