Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Síða 22

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Síða 22
26 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS um rúnir, hvaðan þœr séu, hverjir þœr liafi mest tiðkað eður iðkað, hvar af sitt nafn hafi, um margfjölda þcirra, megn og kraft, ásamt ráðningn þeirra dimmu rúnaljóða Brynhildar Buðladóttur, með feira, hér að hnígur (1642) fyrsta vís- indalega ritið um rúnir á Islandi. Þar reynir hann að skýra eðli og notkun rúnanna á raunsæjan hátt. Hann trúir nokkuð á mátt rúnanna og veit að „miklum og stórum hlutum hafa þeir í fyrri öldum fram komið fyrir kraft og verkan þessarar rúnalistar.“ Honum er ljóst að rúnir voru fyrst og fremst venjulegt letur, en finnst samt ástæða til að áminna lesandann um að fara gætilega með þær. I kaflanum Hvað leyfilegt eður loflegt sé um rúnanna meðferð segir hann m.a: „Að vinna eður verka nokkuð sérlegt með þessum rúnaböndum er ekki leyfilegt eða treysta eða trúa nokkrum þeirra mætti eða krafti eða framkvæmd til neinna aðgerða...En að vita hvernig þetta rúnaletur hefur verið myndað og margfaldlega niðursett á bækur eða steina er vel loflegt eður fróðlegt það að ráða sem þeir hinir fyrri menn hafa svo margfaldlega bundið og hulið eitt orð í einni stafs- mynd...því letrið (þ.e. rúnirnar) er í sjálfu sér og sinni rnyndan er svo gott og einfalt sein nokkuð annað tungumálsletur. Og þó þeir fjölkynng- is menn nokkrir hafi haft eður hafi rúnamyndir til nokkura óguðlegra at- hafna spilla þeir sjálfum sér en ekki rúnaletrinu því svo má til vonds hafa það letur sem vér nú daglega tíðkum sem nokkurnveginn það letur“62 Af orðum Björns má ráða að hann telur kunnáttu í rúnum og deilum vera sjálfsagða og algenga. í kaflanum Um rúnanna margfaldleg nöfn, sem fjallar um þrídeilur (sjá neðan), dulrúnaletur og nöfn rúnanna finnst hon- um ástæðulaust að fara nánar út í smáatriði: „Þessar allar þrídeilna merk- ingar er ei þörf hér nú að setja því þær eru alflestum kunnugar.“ Hinn mikli áhugi á rúnum sem ríkti á 17. öld dofnaði á 18. öld og glæddist ekki aftur að ráði fyrr en á þeirri 19.Jón Olafsson frá Grunna- vík skrifaði þó merkilegt rit um rúnir í tveimur áfongum,1732 og 1752, sem hann kallaði Jóns Olafssonar Rúnareiðsla eður hans yfirvegunarþankar um rúnir, öllum þeim í Ijósi látnar, er stunda eftir fornum frœðum... Þó flestar kenningar Jóns um aldur og upphaf rúnanna séu úreltar er Rúnareiðslan mikilvægt rit, því þar er að finna tilvitnanir í nú glataðar ís- lenskar heimildir, m.a. afrit af skinnhandriti sem hann segir vera frá því urn 1550 „eður nokkru fyr, því skriftarlagið er mjög líkt hendi síra Þór- leifs Björnssonar, sem lifði um þá tíma og var á Reykhólum, en þetta pergament er komið úr Flatey á Breiðafirði."63 Eins og í riti Björns á Skarðsá eru í þessu skinnhandriti mörg dulrúna- letur, sem flest byggjast á þrídeilum þ.e.a.s. skiptingu rúnastafrófsins í þrjár ættir og stöðu hverrar rúnar í sinni ætt (sbr 13. mynd). Meðal ann-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.