Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Qupperneq 34
38
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
að minnsta kosti þessarar myndkringlu, að ræða, en svo er haft eftir
Páli Melsted sagnfræðingi, að myndin af sjera Tómasi, þ.e. mynd-
kringlan nr. 22., hafi verið gerð af Herm.Vilh. Bissen. -Nr. 22. er um
34 cm að þverm, nr. 23. um 35, nr. 24 um 35,5 og nr. 25. er 36 cm. -
Nr. 22. hefir nú verið dálítið endurbætt og sett í umgerð úr trje, ma-
hóní, br. 7, þ. 5,5 cm,- [2. mynd A-D] Menntamálaráð greiddi 600.00
kr. 23/4 og n.á. [=næsta ár] 15/3 54,45 kr. fyrir bronzimyndirnar, sem
settar voru á minnisvarðann í stað þessara myndkringla.9
Herman Vilhelm Bissen (1798-1868), sem Matthías nefnir til sem
hugsanlegan höfund myndarinnar afTómasi á varðanum og vitnar þar til
Páls Melsteðs, var á sinni tíð mikils metinn myndhöggvari í Danmörku
og á tímabili forstöðumaður Listaháskólans í Kaupmannahöfn. Hann
dvaldist einnig langdvölum í Róm og var þar náinn samstarfsmaður Ber-
tels Thorvaldsens.
Á Evrópuferð sinni kom Tómas Sæmundsson til Rónrar undir árslok
1832 og var þar fram á vor 1833.Jón Helgason biskup segir í Ævisögu
Tómasar að fundum þeirra Thorvaldsens hafi oft borið saman á þessum
tíma og Jón bætir við: „Einnig á Tómas að hafa kynzt þar syðra lista-
manninum H.V.Bissen (+1868) sem seinna, eftir sögusögn gl. Páls Mel-
steð, á að hafa gert andlitsmynd Tóinasar í minnisvarða hans í kirkjugarð-
inum á Breiðabólstað."10 Bissen hafði einmitt aðsetur í Róm þegar
Tómas var þar á ferð," svo að þeir gætu sem best hafa hist hjá Thorvald-
sen. Ekki virðist óhugsandi að vitneskja um kunningsskap þeirra í milli
hefði átt þátt í að vinirTómasar leituðu til Bissens um gerð myndanna.12
Jón biskup segir í formála útgáfu sinnar á bréfum Tómasar: „Myndin,
sem bókinni fylgir, er gerð eftir mynd Bissens á minnisvarðanum á
Breiðabólstað...“13, talar þarna án fyrirvara um „mynd Bissens“, en í ævi-
söguTómasar, sem kom út 34 árum seinna og vitnað er til hér að fram-
an, víkur hann að því sem „sögusögn gl. Páls Melsteð“ að myndirnar séu
eftir Bissen líkt og hann telji ekki mikið upp úr því leggjandi. Unnnæli
Jóns, sem var dóttursonur sr. Tómasar, benda til að afkomendurnir hafi
ekki vitað með vissu hver var höfundur lágmyndanna. Síst hefði það þó
átt að liggja í láginni ef hann var jafn-virtur listamaður og Bissen. A hinn
bóginn er vafasamt að vefengja með öllu „sögusögn gl. Páls Melsteð"
sem var samtíðarmaður og kunningi þeirra sem gengust fyrir smíði varð-
ans, þó að hann væri að vísu farinn heim frá Höfn þegar minnisvarða-
smíðin var á döfinni.