Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Síða 36
40
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
3. mytid. Tómas Sxmundsson. Lágmynd úr
gifsi (32,2x33,2 cm) í Þjóðminjasafni Is-
lands (Mms. nr. 476), gjöf frá dr. Jóni
Helgasyni biskupi. Ljósm.: Ivar Brynjólfs-
son.
4. mynd. Tómas Sœmundsson. Lágmynd úr
gifsi í eigu frú Inger Helgason í Hafnafirði.
Aður á heimili dr. Jóns Helgasonar biskups.
Núvcrandi eigandi telur að Jón biskup liafi
sjálfur gert þessa afsteypu. Ljósm.: Helgi
Bragason.
myndirnar af legsteininum í Listasafnið eins og áður getur. Það er því lík-
ast sem Jón biskup og Matthías hafi báðir tveir, þegar frá leið, farið að ef-
ast um að Bissen væri höfundur lágmyndanna, hvað sem veldur þeim
efasemdum.16
Matthías getur ekki fyrri eigenda gifsmyndarinnar nr. 476, en líklegt
er að ekkja Tómasar, Sigríður Þórðardóttir, hafi eignast hana og seinna
annað hvort barna hennar, Þórður eða Þórhildur, móðir Jóns biskups.
Dr. Helgi P. Briem og Páll Líndal vöktu athygli undirritaðs á því að
fleiri gifsmyndir af svipaðri gerð og Mms. 476 kynnu að hafa verið til.
Báðir minntust þess að gifsskjöldur með vangamyndTómasar hefði verið
á vegg í skrifstofu Jóns biskups að Tjarnargötu 26, að sjálfsögðu löngu
eftir að Mms. 476 var komin á Þjóðminjasafnið.17 Þetta hafa fleiri, sem
voru vel kunnugir á heimili biskups og nákomnir honum, staðfest að rétt
er.18 Sú mynd reyndist enn vera til og er nú í vörslum frú Inger Helgason
í Hafnarfirði, tengdadóttur Jóns biskups, ekkju Páls Helgasonar. (4. mynd)
Hins vegar telur frú Inger að Jón biskup hafi sjálfur gert þessa afsteypu
eftir annarri mynd og þá að líkindum eftir gifsmyndinni sem hann gaf
Þjóðminjasafninu 1914, þ.e. Mms. 476.
Andvara-myndin
I Andvara 1888 er æviágrip Tómasar Sæmundssonar eftir Steingrím
Thorsteinsson skáld; þar segir meðal annars: „A legstað hans í Breiðaból-