Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Síða 43
47
IDA HAUGSTED:
ÍSLANDSFERÐ
L.A.WINSTRUPS 1846
Snemma sumars 1846 lagði 31 árs gamall arkitekt, Laurits Albert Win-
strup (1815-1889), af stað til Islands. Hann var nýbúinn að taka við eftir-
sotturn gullverðlaunapeningi frá Konunglega danska listaháskólanunr fyr-
lr tillögu að leikhúsbyggingu. I Reykjavík var hann í einn og hálfan
mánuð, en hélt í júnílok áleiðis heim um England, Hamborg og Kiel og
kom til Kaupmannahafnar um rniðjan júlí. Til að festa sér í minni það
sem hann sá á ferð sinni hélt hann ferðadagbók og teiknaði rissmyndir.1
betta var bæði óvenjuleg og áhugaverð ferð íyrir ungan mann, og
Winstrup varð fyrsti danski arkitektinn sem kom til íslands. Af þessum
sökum fékk ég hug á að kynna mér þessa Islandsdvöl og aðstæður í land-
inu á ríkisstjórnarárum Kristjáns 8.
Þegar yfirvöld í Kaupmannahöfn þurftu nánari upplýsingar um ís-
lenskar aðstæður upp úr 1830 var Torkild Abraham Hoppe, þá fulltrúi í
Ifentukammerinu, sendur til landsins í rannsóknarferðir 1832-33. Hann
hafði komið til íslands í fýrsta sinn 1824, þegar bróðir hans, Peter Fjeld-
sted Hoppe, varð stiftamtmaður. En núna átti hann að fara á verslunar-
staðina 24, og kornst á þá aha nema einn. I skýrslu sinni tók Hoppe fram,
að vissulega hefði hjálpin frá stjórninni komið að gagni, en Islendingar
taldi hann þörfnuðust þess án efa nieira en nokkur þjóð önnur að eiga samskipti
v'ð aðrar þjóðir (uden Tvivl mere end nogen anden Nation, trœnge til Samqvem
’ned andre Folk).2
Arið eftir var Friðrik prins (7.) sendur í merkilega kynnisför í Norð-
Ur-Atlantshaf til að kynnast Islandi. Meðal fylgdarmanna hans var sjávar-
tttyndamálarinn Frederik Theodor Kloss, sem hélt sýningu á Islands-
tttyndum og sjávarmyndum á Cliarlottenborg þegar lieinr kom og gaf út
skrautlegt hefti með nokkrum steinprentsmyndum. Textana í heftinu,
senr eru stuttir, sanrdi Finnur Magnússon leyndarskjalavörður, senr fædd-
Ur var í Skálholti, og vakti upp úr 1820 nráls á því hvort norræn goða-
hæði, senr nrikill áhugi var á unr þetta leyti, væri jafn notadrjúg í nrynd-