Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Síða 45
ISLANDSFERÐ L.A. WINSTRUPS 1846
49
viðgerða margsinnis, og stiftsyfirvöld höfðu í samráði við Rentukammer-
ið í Kaupmannahöfn lagt til við Kristján 8. að stækka hana og endur-
byggja í stað þess að halda áfram að gera við. Aðrar góðar röksemdir voru
að söfnuðurinn hafði stækkað, að kapellan íViðey hafði verið lögð niður
og latínu- og prestaskólinn stækkaði var einangraður og átti að flytja
hann aftur til Reykjavíkur.5
Kunnáttumaður í byggingarlist
Danakonungur átti kirkjuna, en landið sem hún stóð á var hluti af því
landi sem lagt var til bæjarins sem byggingarlóð þegar Reykjavík fékk
kaupstaðarréttindi 1786. Því taldi Rentukammerið að hið opinbera ætti
að kosta viðbygginguna. Þar eð ekki var neinn kunnáttumaður um bygg-
ingarlist í Reykjavík, hafði ekki verið gerð kostnaðaráætlun um hvað slík
stækkun myndi kosta. Því hafði Torkild Hoppe, stiftamtmaður frá 1841,
lagt áherslu á að fenginn yrði dugandi kunnáttumaður í byggingarlist til að
grandskoða kirkjuna og kirkjustæðið að hann mœtti síðan gefa álit sitt. og tillögur,
og þar með teikningar þœr og útreikninga sem til þyfti (en duelige Bygnings-
kyndigfor at tage Kirken og Localiteterne i Öiesyn ogfor derefter at kunne afgive
sit skjon og sine Forslage, ledsagede af de fornodne Tegninger og Overslage).
Rentukammerið lagði til við hirðbyggingameistara Chr. B. Hornbech,
sem hafði unrsjón með kirkjubyggingunni, að hann sendi Winstrup, svo
fremi hann kynni að vera til þess fús (saafremt han hertil maate findes villig), og
það var hann.
Ekki er vitað hver það var sem fyrst nefndi arkitektinn, en Winstrup
var nemandi G.EHetsch, hann var góður teiknari og varð miUi 1830 og
40 aðstoðarkennari við arkitektaskóla listaháskólans. Hann hlaut 1845
verðlaun Neuhausens fyrir athyglisverða tillögu að járnsteypu í síðklass-
ískum stíl og vann annars fyrir Hetsch sem byggingareftirlitmaður við
herragarðinn Basnæs. Það liggur beint við að ætla að spurst hafi verið
fyrir hjá prófessornum, sem var mikill áhrifamaður í Kaupmannahöfn
um þær mundir.6
Ur því varð að Rentukammerið skrifaði Winstrup í mars 1846, um að
vera búinn til farar héðan úr borginni að sigla með einhverju þeirra kaupskipa
sem þetta ár láta úr liöfn til Reykjavíkur á íslandi (her af Staden, om at holde sig
parat til at afseile med Eet af de indevœrende Aar til Reikjavik paa Island afgaa-
ende Handelsskibe) með þeim skilmálum sem um hafði verið saniið. Þeir
voru að Winstrup voru greiddir 3 rdl. daglega í fæðispeninga og skyldi
fara á fund Hoppe þegar á leiðarenda kæmi, og myndi hann veita nauð-
synlegar leiðbeiningar. Einnig höfðu land- og bæjarfógetanum Stefáni