Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Page 48
52
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
vl'X ■
3. mynd. L.A. Winstrup:Yfirlitsmynd af Reykjcwík séð afHólavelli („Mallcbakken"), ífor-
grunni Tjörnin. Við torgið, Austurvöll, má sjá dómkirkju Kirkerups, í bakgrunni tvílyfta
skólahúsið sem Kocli teiknaði. Latiga múrhúðaða húsið með hálfvalma sem sést vinstra meg-
in við kirkjuna er Stiftamtmannshúsið. Húsið á miðri mynd með hálfvalma og tveimur
reykháfum er lyjjabúðin (apótekið). Rissbók 1846. KA.
Hann vingaðist við Emanuel Larsen, og þeir fóru saman í margar ferðir.
Winstrup hefur með vissu skoðað panóramamynd Kloss yfir höfuðstað-
inn litla séð frá Hólavelli, sem birtist í heftunum með steinprentsmynd-
unum og hann teiknaði panóramamynd sína frá sama stað (3. mynd).10
Texti Finns Magnússonar við mynd Kloss er stuttur og hnitmiðaður og
fellur vel að rissmyndum Winstrups. Bærinn hafði ekki breyst að ráði þau
tíu ár sem liðu þar til hann kom til Reykjavíkur. Hann lá enn eins og lítil
þyrping timburhúsa i kvosinni milli Tjarnarinnar og sjávar, á Seltjarnar-
nesi. Finnur Magnússon lýsti honum þannig:
Rcykjavík stendur milli tveggja hœða við Faxajlóa og þar eru tvœr aðalgötur,
sem liggja samhliða ströndinni frá austri til vesturs. Við vesturcnda þessara gatna
er sú þriðja, sem liggurfrá ströndinni og endar að sunnan við tjörn eina, ogfrá
þeirri götu liggur vegur að vesturdyrum kirkjunnar. Við þann veg er kirkjugarður-
inn og apótekið nýja. Göturnar eru malarbornar. Kirkjan stendur nœrri tjörninni
á grasi vöxnum velli. Við austurendann á aðalgötunum stendur aðsetur stiftamt-
manns upp á hœð og einnig bökunarhús það er Knudtzon stórkaupmaður hefur
nýlega reist. Við rætur eystri hœðarinnar rennur lækur úr áður greindri tjörn.
(Reykjavík ligger mellem tvende Höje, ved Faxebugten, og har tvende Hoved-
gader, hvilke löbe parallel med Strand fra 0st til Vest. Ved den vestlige Ende af