Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Page 50
54
Á1U3ÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
4. mynd L.A. Winstmp: Útsýni frá Hamrinum yfir Hafnarfjörð með pakkhús P.G.
Knudtzons. Rissbók, júií 1846. KA.
tækrahúsið. Finnur Magnússon lýsti pakkhúsum og íbúðarhúsum bæjar-
ins úr timbri, sem eru tjörguð og þökitt setn einnig eru úr timbri lika (Iwilke til-
lige med deres Tage, der ligeledes ere afTræ, ere tjœrede.) Hins vegar voru bæði
þök og veggir þeirra húsa sem byggð eru að (slenskum sið úr mold og vaxin
grasi(Tagene saavel som Væggene af de, efter islandsk Maade, byggede Huse af
Jord, oggrœsbegroede). Við hvert hús er yfirleitt maturta-garður, og sendir danska
stjórnin til þess að planta þá og Italda við á hvcrju ári kartöfur, ýmiskonarfræ af
kálplöntum, jurtum og þvílíku (ftndes i Almindelighed en Kjökken-Hauge, til
livis Anlœg og Veldigeholdelse dcn danske Regjcring Aarlig oversender Kartqfler,
forskjellige Sorter Sædefro af Kaalplanter, Urter og deslige).
Nokkrar breytingar höfðu þó orðið í Reykjavík um miðbik fimmta
áratugarins. Gamli kirkjugarðurinn við Aðalstræti hafði verið lagður nið-
ur að frumkvæði C.A.Kriegers stiftamtmanns og nýr garður gerður 1838
á Hólavelli, þar sem Winstrup teiknaði líkhús með klukknaport á þaki,
timburhús sem flutt hafði verið frá Danmörku (6. mynd)." Það var
nýmæli að bæjarstjórn með fjórum fulltrúum borgaranna hafði verið
stofnuð 1836. Sama ár kom franskur náttúrufræðingur, Paul Gaimard, og
leiðangur hans til Islands ogVictor Lottin teiknaði kort af bænum með
grunnflötum húsanna (5. mynd).12 Eftir það hafði stærsta hús landsins