Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Síða 53
ISLANDSFERÐ L.A.WINSTRUPS 1846
57
7. mynd. L.A. Winstrup: Stígurínn að Dómkirkjunni, nú Kirkjustrœti. Bak við kirkjuna er
iatínuskóli Kochs. Rissbók 1846. KA.
Stækkun og endurbygging dómkirkjunnar, sem Winstrup bar síðar
ábyrgð á, var nátengd konunglegri tilskipun frá júní 1841 um að reisa
skólabyggingu, sem hirðbyggingameistarinn, Jörgen Hansen Koch pró-
fessor, teiknaði. Hann bar ábyrgð á skólabyggingum sem arkitekt fyrir yf-
irstjórn byggingamála á finnnta áratug aldarinnar. Hann teiknaði latínu-
skólann í Hróarskeldu með leikfimihúsi og einnig lærðu skólana í
Oðinsvéum og I lillerod. Teikning Kochs var lögð fyrir yfirvöld vorið
1842 og endanlega samþykkt með lítilsháttar breytingum árið eftir (7.
rnynd).14 I rissbók Winstrups má víða sjá þetta veglega tveggja hæða hús,
sem er 9 fög, með hálfvalma, þrjá reykháfa og eina skrautið á því er odd-
bogamyndaður klukkukvistur yfir útidyrum. Húsið er í dæmigerðum
siðklassískum stíl, en lagað að norðlægum aðstæðum og traustlega byggt
hjá Anton Carl Hartmann, kaupmanni og timbursala í Kristiansand,
norskt bjálkahús með borðaklæðningu,veggir og loft að innan gipsuð.15Á
húsinu var tvöfalt borðaþak tjargað, sem hvorki var danskt né norskt,
heldur dæmigert fyrir íslensk timbur- og múrsteinshús á þessum tíma.
Hús voru mjög sjaldan flutt til Islands frá Kristiansand um þetta leyti,
a,'ið 1844 voru aðeins talin þijú norsk bjálkahús meðal 55 húsa í Reykja-
vík. Nánast öll timburhús á Islandi voru reist úr borðaklæddu bindings-
verki, oft ntúrað í hólfin eins og venja var í Danmörku.16
Það tók tvo norska timburmenn og múrara 2/ ár að reisa skólabygg-
Higuna á steinundirstöðunni við Þingholt. Hún var reist í brekkunni ofan
við lækinn, þar sem Lækjargata liggur nú, og sneri framhlið í vestur.