Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Blaðsíða 54
58
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Skólinn stóð í sömu röð og Landfógetahúsið, norskt hús reist 1838, bak-
arahúsið og stiftamtmannsbústaðurinn. A neðri hæð voru kennslustofur,
bókasafn og húsvarðaríbúð, á efri hæð svefnsalir, tvær kennaraíbúðir og
samkomusalur. Ekki var borðsalur í húsinu, því að nemendur voru i fæði
í bænum.
Þegar Winstrup kom til Reykjavíkur stóð skólahúsið tilbúið undir
vígslu, sem fór fram 1. október 1846. Húsið var sannarlega merkileg
bygging í landi, þar sem flest hús voru úr torfi, og aðeins fá timburhús og
örfáir bústaðir embættismanna og kirkjur voru múruð úr steini, alls
nnnna en 1% af öllum byggingum. En bygging hússins hafði ekki gengið
þrautalaust. Jón Jónsson assessor, sem var löglærður en ekki arkitekt sá
unr bygginguna. Nokkrum dögum áður en Winstrup sigldi frá Kaup-
mannahöfn, skrifar hann að konungsfjölskyldan og fylgdarlið hennar hafi
komið um borð í herskipið og að Kristján 8. hafi talað um Latínuskólann
sem hafði kostað langtum meira en fyrifram var áœtlað og var honum falið að
skoða hann ogfullvissa sig um að hann vœri að minnsta kosti sómasamlega úr
garði gerðitr (der havde kostet langt mere end det forudberegnede, og han blev
paalagt at see den efter at den dog idetmindste var ordentlig udfort). Oteljandi
vandamál, við bygginguna sjálfa, við aðflutninga og ýmislegt annað,
höfðu valdið því að byggingin kostaði yfir 35.000 rdl, en áætlun haði
hljóðað upp á 12.000 rdl. Hvorki skólayfirstjórnin né stiftsyfirvöld voru
ánægð með þennan kostnaðarauka. Þegar Winstrup kom til Reykjavíkur
hefur hann að sjálfsögðu skoðað sig unr bekki í húsinu, en ekki skrifaði
hann neitt uin það í dagbókina. Skólahúsið stendur enn og er vel varð-
veitt. Menntaskólinn í Reykjavík en þar enn til húsa. Þar var heimavistar-
skóli til 1897, og prestaskólinn flutti úr húsinu 1851.17
Arið eftir vígsluna hafði það sýnt sig að borðaþakið var að miklu leyti
óþétt, svo mjög að regnið smýgttr inn, þótt þakið sé tjargað oft, og spillir gipsloft-
unum og húsinu að innan (i betydelig Grad utœt, sá meget at Regnen uagted
den hyppigen gjentagne Tjœring trænger igjennem og udsœtter Gipslofterne og
Husets indvendige Dele for Bedœrv). Stiftsyfirvöld höfðu lagt til að reynt
yrði að bæta úr því sem miður hefði farið með hjálp arkitektsins Schiitte
sem á staðnum var fra den paa Stedetvœrendc Architect Schiitte). Lagt var nýtt
þak, klætt skífu, og klukkukvisturinn, sem var of lítill fyrir klukku nreð
slagverki, var í sanra skipti látinn víkja fyrir þriggja faga kvisti senr enn er
á húsinu og Koch teiknaði (8. nrynd). Endurbætur þessar gerði Hans
Heinrich Schútte, tinrburnraður og arkitekt, sanrkvænrt sanrningi við
Koch, en Schútte var verkstjórnandi við dónrkirkju Winstrups.18 Þegar
Alfred J. Rávad arkitekt, nýkonrinn frá Islandi, skrifaði unr nýbyggingar í