Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Qupperneq 55
ISLANDSFERÐ L.A.WINSTRUPS 1846
59
Reykjavík og var lítið hrifinn af þeim lýsti hann latínuskólanum sem ger-
semi tneð bæði sögulegt og listrœnt gildi, sem ætti að liafa meiri áhrif en væri of
einangraður og fjarri tískustraumum (en juvel báde med historisk og kunstnerisk
forbindelse, som burde have storre indfydelse, men som stár for isoleret ogfjernt
fra modernitetsstrœvet).'9
Torfhúsið
Hoppe hafði tjáð yfirvöldum að lokinni eftirlitsför sinni á 4. tug aldar-
mnar að næstum allir landsmenn yrðu vegna skorts á timbri að búa fátœk-
lega og sóðalega, og hús þeirra líta út eins og greni dýra, því þau byggja þeir úr
totfi einu og grjóti (mere usselt og smudsigt, og deres Huse komme til at se ud
som Dyrehuler, thi de bygge da alene af Jordtorv og Stene). Hann skrifaði líka
að margir smiðir og timburmenn væru hér og þar í landinu og hefðu oft
lasrt iðnina í Danmörku. Hann kvaðst ekki í vafa um að stuðningur við
'ðnmenntun og verslun myndi leiða til þess að íbúarnir fengju smám
sanian hug á betri lifnaðarháttum og tilveru sem væri yfirleitt betur samboðin
skynugu fólki (Smagfor en bedre Lcvemaade og et klogtigt Folk mere værdig Til-
vœrelse i det Hele).
A árunum upp úr 1840 var Reykjavík bær úr timburhúsum, en á holt-
unum umhverfis bæinn og í sveitum landsins bjó fólk í torfhúsum.
Winstrup hefur horft á kosti torfhússins með auga arkitektsins, sem hluta
landslags og byggingarhefðar sem vakti áhuga hans, og hann teiknaði
nssmynd af bænum Sölvhól, sem byggður var með innri grind úr timbri,
nieð timburgöflum og þiljaður innan (9. mynd). Þetta hús var byggt að
förnum hætti, reist 1834 og þar bjó hreppstjóri. Það stóð fyrir norðan
bústað stiftamtmanns nærri sjó.20 Útveggir voru úr gijóti og torfi og söð-
ulþakið var úr torfi, á því var kvistur yfir skúr sem sneri út að stígnum. Á
Þmburgaflinum var smárúðugluggi með hlerurn og lítill gluggi efst á
gafli. í viðbyggingu hornrétt á framhúsið má sjá eldhús með tvenn reyk-
háfum, og á austurhlið rimlahjall með söðulþaki til að þurrka fisk.
Þessi húsagerð var lengi við lýði á Islandi. Þó voru reist æ fleiri timb-
urhús, einkum á síðustu áratugum 19. aldar, oft innflutt frá Noregi, frá
því upp úr 1870 varð algengt að járnklæða bæði þök og veggi. Stein-
steypa varð snemma vinsælt byggingarefni á Islandi, einkum eftir brun-
ann í Reykjavík 1915. Á þessum tíma var Rádvad ákafur talsmaður
þeirra kosta sem torfhúsin gömlu og kirkjurnar bjuggu yfir. Hann benti
a> án þess að það vekti mikla athygli þá, að bæði grunnmynd og útlit
t’Ygginganna bæru einkenni sem væru greinilega gotnesk (af en absolut gotisk