Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Page 59
•SLANDSFERÐ L.A.WINSTRUPS 1846
63
10. tnynd. Möllershús við Östergade (Austurstrœti 16), þar sein Winstrup bjó. Húsið, sem
reist var 1831, brann 1915. Ljósmynd í Þjóðminjasafni Islands.
Apótekið sem nýbyggt. Það var hið prýðilegasta timburhús með hálf-
valmaþaki og lyfjagerðarhús vestan við húsið. Húsið var nærhendis fyrir
Winstrup, rétt hjá kirkjunni á Austurvelli og þar eð í fjölskyldunni voru 5
börn á aldrinum 2-9 ára og þijár þjónustustúlkur, hefur verið líf og fjör í
húsinu. Gleðin stóð þó ekki lengi, Möller lést hálfu ári eftir heinrsókn
Winstrups.
Ekki var beinlínis gnótt af skemmtunum í litla bænum, en það var
greiðasala í Dillonshúsi, sem nú hefur verið flutt í útisafnið í Arbæ.
Winstrup tók þátt í því sem boðið var upp á í Klúbbhúsinu, þar sem
haldnir voru dansleikir og skemmtanir. Eg var líka á balli í Reykjavík, í
Klúbbnum sent svo er kallaður, Jrumlegust var hljómsveitin, þad var lögreglu-
þjónninn sem spiladi ájlautu og sonur hans sem sló trommu, hér var bókstaflega
áansað eftir pípu pólitísins en þegar maður liefur vanist þvl aðeins cr ekki annað
°ó sjá en það gattgi prýðilega (Jeg var da ogsaa paa Bal i Reykiavik paa Klubben
s°m det kaldes, det originaleste var dog Orchestret som bestod af Politibetjenten
der spillede Flojte og hans Son der slog paa Tromme; man dandsedc her bogsta-
VeUg efter Politiets Pibe; men naar man har vœnt sig lidt dertil lader det til at
gaae meget godt). Klúbburinn sem stofnaður var 1811 var nokkur hús frá
dómkirkjunni í nýja klúbbhúsinu.22
Bústaður stiftamtmanns
hústaður stiftamtmanns, sem heimastjórnin tók við þegar hún tók til