Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Page 60
64
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
starfa 1904, gengur nú undir nafninu Stjórnarráðshúsið. Winstrup kynnt-
ist þessu húsi vel þegar hann heinrsótti Hoppe, en hann var víst ekki sér-
lega hrifinn af arkitektúrnum, þó að húsið væri teiknað af hirðbygginga-
meistaranum Georg David Anthon. Húsið var með litla rimlaglugga hátt
uppi, þegar það var reist sem grunnmúrað fangelsi 1765-70, en skipt var
um glugga í því þegar því var breytt í bústað fyrir stiftamtmann 1815 og
settir í það gluggar með krosspóstum. A rissmyndum Winstrup sést húsið
sem stendur hátt, er með borðaþaki og hálfvalma vinstra megin við Lat-
ínuskólann. Þegar húsið var virt 1844 var garður fyrir framan það niður
að læknum og að húsabaki var móhús, kamar, svínastía og fjós. Gaflkvist-
irnir breiðu sem nú eru á húsinu og dyraumgerðin rnúraða voru sett á
húsið 1866.
Hoppe skrifaði 1846 til eftirmanns síns í embætti, Mathias Hans
Rosenorn, að húsið væri fábreytt nriðað við danskar aðstæður. Engir
skápar eru í tugthúsveggjunum — því að þér og kona yðar eruð vœntanlega undir
það húin að það er tugthús sem þérjlytjið í — en ég get sagt yður að reynslan
sýnir að það er tugthús sem hjón með heilsugóð börn geta lifað góðu Ufi i nokkur
ár ef guð lofar, (Af Skabe i Tugthusmurene findes ingcn — thi Dc og Deres Frue,
ere dog vcl forberedte paa at det er i et Tugthus De fytter ind - men her kan jeg
sige Dem, at det er et Tugthus, hvori Mand og Kone med sunde Born kan som
Erfaringen viser, i noglcAar ved Flerrens Hjœlp leve saagodt som nogensteds) ,23