Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Page 61
ÍSLANDSFERÐ L.A.WINSTRUPS 1846 65
Ekki langt frá Reykjavík voru önnur einlyft nrúruð steinhús, nefnilega
Viðeyjarstofa, hús lyfsalans í Nesi og á Álftanesi Bessastaðakirkja og lat-
lr*uskólinn, upprunalega amtnrannsbústaður, sem rétt sést í á yfirlitsmynd
Winstrups frá ströndinni á Skildinganesi (11. mynd). En ekkert af þessum
húsum hefur vakið raunverulegan áhuga hjá Winstrup, ef til vill vegna
þess að þau voru dæmigerð dönsk hús, að því undanskildu að þau voru
Pieð tjörguð borðaþök með hálfvalma: bessi embættismannasetur voru
reist fyrir stjórnina af dönskum iðnaðarmönnum á síðari liluta 18. aldar
°g voru teiknuð af hinum prýðilegu hirðarkitektum Niels Eigtved, Ge-
°rg David Anthon og Jacob Fortling. Kirkjan á Bessastöðum stendur
enn, en skólahúsinu hefur verið breytt mikið og byggt við það til afnota
fyrir forseta íslands. Winstrup sá öll þessi hús, nema ef til vill hús lyfsalans
1 Nesi, sem reist var 1761-62 eftir teikningu Fortlings.24 Hann kom út í
^iðey, en minnist hvorki á bústað landfógeta, sem reistur var úr grágrýti
fyrir Skúla Magnússon á árunum upp úr 1750 eftir teikningu Eigtveds,
eða kapelluna sem vígð var 1777, og enn er varðveitt með innri búnaði.
En hann heilsaði upp á Ólaf Stephensen, varadómsmálaritara, sem sýndi
þrim staðinn og sá mörg þúsund æðarfugla er þöktu grónar grundir, klappir og
"a'rri alla eyna (Tusinder af Edderfugle bedœkkede Gronsværen, Klipperne ja
"æsten hele 0en) ... Þann daginn var ekki teiknað eitt einasta strik íViðey.
^instrup var líka nreð Emanuel Larsen þegar hann gekk inn að þvotta-