Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Síða 62
66
AKBOK FORNLEIFAFELAGSINS
13. tnynd. Hús Carl Franz Siemsens við “Straudgaden”, Hafnarstrœti 23A, rifið 1974.
Ljósm. Sigfús Eymundsson 1881. Þjóðminjasajn Islands.
laugunum, en ekkert er skráð um einmanalegt biskupssetrið í Laugarnesi.
Finnur Magnússon nefnir húsið, sem teiknað er af óþekktum arkitekt og
reist 1824 (rifið 1896), og tekur fram að bærinn dragi nafn af heitum
laugum, og að þetta vattt sé gœtt þeitn eiginleika að léreft sein í því eru þvegin,
gulna ekki í mörg ár eftir það (disse vande liar den Egenskab, at det Linned, soni
er blevet vadsket deri, ikke i mangcAar derefter bliver gult) ,25
Siemsenshús
Winstrup teiknaði nokkur kaupmannshús við „Strandgaden“, sem nú
heitir Hafnarstræti (12. mynd), en ekki austasta húsið, nýreist hús við
Lækinn, hús Siemsens kaupmanns, sem rifið var 1974. Winstrup minnist
þó á þessa byggingu í skýrslu sinni um dómkirkjuna, því að hann taldi að
leggja ætti skífur á kirkjuþakið eins og gert væri á blómastofu Siemsens
sem reist hefði verið við nýbyggt hús hans. Skífan á blómastofunni var
lögð á aflíðandi þak og hafði það því ekki reynst alveg þétt þau tvö ár
sem það hafði staðið, en þó gefist betur en búast hefði mátt við.
Siemsenshús var eitt af þremur norskum bjálkahúsum, sem nefnd eru í
virðingargerð 1844. Latínuskólinn varð hið fjórða. Ekki hefur verið vitað
með vissu hvenær Siemsenshús var reist en menn eru sammála um að
það hafi verið fyrsta liúsið sem reist var eftir að byggingarnefnd var
stofnuð (13. mynd). Það er að sjálfsögðu þetta hús sem Hoppe nefnir,
þegar hann sumarið 1842 átti að mæla upp lóð latínuskólans og fékk