Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Síða 63
ÍSLANDSFERÐ L.A.WINSTRUPS 1846
67
hjálp frá norskum timburmanni, sem þekktur var í bænum fyrir að hafa
>,reist stokkverkshús fyrir kaupmann nokkurn í sumar.“26 Húsið var með
hálfvalmaþak, borðaklætt og þriggja faga gaflkvist í síðklassískum dönsk-
um stíl. Eins og latínuskólinn var það smíðað hjá A.C. Hartmann. Það var
reist fyrir Carl Franz Siemsen, þrítugan kaupmann, sem farið hafði frá
Flensborg til að stjórna vöru- og póstflutningum milli Islands og Kaup-
nrannahafnar á árunum 1840-45, með umboð í Danmörku. Hann settist
að í Reykjavík þar sem hann tók á leigu gamla landfógetahúsið af stjórn-
tnni fyrstu árin. Hann reyndi nokkrum sinnum án árangurs að fá húsið
keypt, en Rentukammerið vildi ekki selja fyrr en búið væri að taka
akvörðun um skólabygginguna nýju.27
Þess vegna afréð Siemsen að reisa sér veglegt kaupmannshús sem var
með gaflkvist móti suðri út að afgirtum garði. Krambúð var í austurenda
°g íbúð í vesturenda. Þetta hús, grunnmynd þess og lýsing eru í meginat-
nðum í samræmi við teikningu Jörgens Hansen Koch af „Gaard i Island“
(H. mynd). A þeirri teikningu er sýnt hús í 9 fogum klætt skarsúð með
tvo reykháfa og söðulþak. A húsinu miðju má sjá þriggja faga gaflkvist
nteð hálfmánalaga glugga á bjór og einnig er hálfmánagluggi yfir tveimur
gluggum á gafli. Þessir gluggar voru ekki settir á húsið. A húsinu miðju
er inngangur með spjaldahurðum og steinþrepum en skúr að aftan;
Hörður Agústsson telur að teikningin sé af Friðriksgáfu, sem reist var
1827 á Möðruvöllum.28 A teikninguna hefur Koch skrifað leiðbeiningar
um innra fyrirkomulag. Fyrir miðju eru tvær forstofur, stigi upp á loftið
ur annarri en skápur í hinni.Til vinstri krambúðin með kontór, vinnu-
herbergi, skrifstofu og skjalageymslu. Til hægri var íbúðarhlutinn með
hagstofu, svefnherbergi, barnaherbergi, eldhúsi með múruðu eldstæði og
húri. Latínuskólinn og Siemsenshús eru að því best er vitað einu húsin í
Heykjavík sem smíðuð eru hjá A.C.Hartmann. Hvorugt húsið fékk söð-
ulþak eins og Koch hafði lagt til, heldur hálfvalma; bæði voru klædd lóð-
mttum borðum í staðinn fyrir skarsúð.
Þingvellir og Geysir
Einnig vannst nokkur tími til að kynnast eldfjallalandslagi, fogru og ógn-
Vekjandi, í nágrenni Reykjavíkur. Wistrup skrifar í dagbók sína: Miðviku-
digsmorguninn hinn 10. júní hélt ég til Þingvalla, Zo 'éga var fylgdarmaður
'ninn. Koffortið hafði égfengið hjá lyfsalanum. Veðrið var afeitt, óvenjulegt eftir
Það sem áður hafði verið. Fyrsti áhugaverði staðurinn sem á vegi okkar varð var
laxáin litla með litlu, laglegu fossunum. (Onsdag Morgen d. 10 Juni, afrejste jeg
Úl Thingvalla; min Folgemand var Zoega, Kufferten havde jeg faaet hos