Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Síða 66
70
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Apothekeren. Veiret var daarligt, ret usædvanligt efter alt hvad vi havde tidligere.
Det forste Sted af nogen Interesse man træffe paa Veien er den lille Laxelv med
sine smaae smukke Vandfald). Þeir fóru fram hjá vötnunum við Laugarfell,
um víðáttumikil heiðalönd og konru að lokum að Þingvallavatninu fagra (15.
mynd). Enn var riðið í klukkutíma yfir grjótbreiðuna sem hvergi sá út yfir og
skyndilega staðnœmst við gríðarlega gjá. Hann dáðist að Almannagjá, sprungu
í hraunbreiðunni, þetta var það ísland sem menn sáu fyrir sér og hið raun-
verulega Island. Hér á Þingvöllum var sett Alþingi á goðaveldistíma (900-
1264) og hér var haldið þing við Oxará á hveiju ári um Jónsmessu til
ársins 1798, er það var lagt niður (16. mynd). Meðan þing stóð héldu
þingmenn til í búðum, og má enn sjá rústir þessara búða. Nálægt Al-
mannagjá sá Winstrup leifar þessara búða sem Islendingar liöfðu slegið upp á
meðan þing stóð og þá stærstu, þá sem kölluð er búð Snorra Sturlusonar;
hún er reist á einhverjum alfallegasta staðnum, skrifaði hann (17. mynd). Hér
var talið, að Snorri, sem var lögsögumaður, hafi haft búð sína.Valhöll, sem
hét eftir höll Oðins. Kirkja og prestsetur á Þingvöllum, skrifaði Winstrup
enn, eru rétt hinum megin og eftir að ég hafði fengið lykil að kirkjunni og dálítið
af heyi og nokkrar jjalir að láni hjá presti, kom ég mér fyrir eins vel og hœgt var í
kór kirkjunnar. Hér hitaði ég te, mataðist, svaf og í stuttu máli lét eins og þetta
væri gistihús. Kirkjupresturinn, hinn litríki Símon Bech, leiddi þá um
staðinn og sýndi þeim hvar Lögberg var talið hafa verið.
Kirkja var á Þingvöllum um 1000, en trékirkjan litla sem þar stendur
nú var reist af Eyjólfi Þorvarðarsyni frá Bakka á Kjalarnesi. Hún var vígð
1859. I hana voru notaðir viðir úr eldri kirkjunni, þeirri sem Winstrup
konr í. Teikning hans er áhugaverð, hún sýnir kirkju af hefðbundinni
gerð, eins og þær sem reistar voru á Islandi frá því á miðöldum, með torfi
á söðulþakinu, lága veggi úr torfi og grjóti og göflum úr tré (19. mynd).29
A rissmyndinni af kirkjunni að innan má sjá messingljósahjálminn,
kirkjubekki og predikunarstólinn frá 1683 með spjöldum og rósettum.
Utskornu tréstoðirnar sem sjá má þar fyrir aftan voru notaðar aftur sem
pílárar á svölunr yfir inngangi í nýju kirkjunni eins og var til siðs á Islandi
(18. mynd). Aftur á móti eru grönnu útskornu þakstoðirnar ekki lengur
til. A teikningunni sést á bita áletrunin Anno 1835, árið þegar kirkjan var
innréttuð að nýju í þeirri mynd sem Winstrup sá hana, og altaristafla
Ofeigs Jónssonar var sett upp.30
Næsta nrorgun var ferðinni haldið áfram meðfram vatninu gegnutn lág-
vaxinn birkiskóg þar scm trén voru sjaldan liærri en 3 álnir, til Hrafnabjarga,
gegnum Laugardalinn fagra meðfram Laugarvatni, þar sem þeir böðuðu
sig við helli senr þakinn var nöfiium. Þegar þeir voru konrnir franrhjá