Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Page 70
74
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
22. mynd. L.A. Winstrup: Hafnarfjörður. Hús Thomasar Thomsen kaupmanns, sem
eyðilögðust í eldi 1906.Júní 1846. Rissbók. KA.
voru byggðar í upphafi 19. aldar af íslenskum kaupmanni, Bjarna Sívert-
sen og kaupmönnum frá Flensborg (22. mynd). Hann teiknaði einnig út-
sýnið yfir bæinn bak við Hamarinn, myndir frá höfninni og myllu við
Lækinn, en hún er nú löngu horfin (23. mynd).32
Dómkirkjan nýja
Winstrup skrifaði í dagbók sína þegar hann kom til Reykjavíkur: Eftir
að ég var búitm að kotna mér aðeitts fyrir, sneri ég tnér að kirkjunni og gerði
tnargar tillögur að breytingutn þeitn sem íagðar liafa verið til (Efter at være
kommet lidt i Orden tog jegfat paa Kirken og udforte adskillige Skizzer til den
foreslaaede Forandring). Þegar hann kom heim til Kaupmannahafnar fékk
Rentukammerið í ágúst kostnaðaráætlun með þremur tillögum, sem allar
voru teiknaðar á Islandi. Winstrup gerði grein fyrir göllum á gömlu
kirkjunni, þar sem dyraumbúnaðurinn úr sandsteini var svo veðraður að
lögunin var óþekkjanleg. Gluggarnir voru allt of litlir, og þaktimbrið,
sem kann að hafa verið ófúið mætti selja innanlands með hagnaði. Hann
lagði til að allt væri rifið, það eina sem hann taldi að hægt væri að end-
urnýta, var neðsti hluti veggja úr grágrýti og það varð úr.33
Arkitektinn stakk upp á því til að auka pláss í kirkjunni að setja svalir,
bornar uppi af súlum, umhverfis skipið, með járngrindum fýrir framan
og koma orgelinu fýrir þar.Til þess þyrfti að hækka skipið með yfirbygg-
ingu, annað hvort í anda innlendra byggingarhefða (24. mynd) eða múr-
steinum, sem líklega hefði verið dýrara, en væri betri kostur enda traust-
ara. Stækka mætti kirkjuna enn með því að byggja við kór austan við og
háan turn með anddyri til vesturs (25. mynd) eða lítinn turn á gafli með
spíru og forkirkju (26. mynd).