Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Qupperneq 74
78
ARBOK FORNLEIFAFELAGSINS
glugga yfir. Turninn varð þrjár hæðir með þrern klukkuskífum úr kopar
með gylltum tölum, og voru þær fengnar hjá turnklukkusmiðnum And-
ers Funch í Pilestræde. Ytra skraut var aðeins glugga- og dyrafaldar,
snigilkrappar skoraðar flatsúlur á hornum, raðbogar og steyptir járnkross-
ar á kór og forkirkju. A turninn voru settir kringlóttir nrálaðir tréskildir
með fangamarki Kristjáns 8., gylltri kórónu og “Anno 1847“ og tveir
með skjaldarmerki Islands og gylltum koparkórónum. Ekki er vitað hver
gerði þessa skildi, en nokkrar líkur eru á að það hafi verið myndskerinn
Johan Christoffer Meyer, sá sami og skar rósetturnar og pálmetturnar
inni í kirkjunni.
Dómkirkjan var vígð í sinni nýju mynd 28. október 1848. Winstrup
var fjarri Islandi þann dag og sá aldrei þetta fyrsta sjálfstæða verk sitt. Arið
áður hafði hann hlotið styrk Akademíunnar til að fara til Vínar, Rómar,
Istanbúl og Aþenu. Þar hitti hann Hanne Fischer, sem síðar varð kona
hans. Hún var systir Hermans og Valdemars Fischer, kaupmanna í
Reykjavík, og heimsótti Valdemar veturinn 1853-54, fjórum árum síðar
giftust þau Winstrup. Þegar Winstrup kom heim úr ferðalaginu fékk hann
embætti sem borgararkitekt í Flensborg, en þangað flutti danska héraðs-
stjórnin eftir stríðið 1864. Þar gerði Winstrup m.a. breytingar á íbúðar-
húsi sem gert var að stjórnarsetri og teiknaði hið svonefnda Stænderhus,
sem nú hefur verið rifið.Tíu árum síðar var hann útnefndur konungleg-
ur eftirlitsmaður bygginga á Jótlandi með aðsetur í Kolding.35 Á löngum
embættisferli fékkWinstrup tækifæri til að teikna margar nýjar kirkjur og
endurreisa aðrar eða gera á þeim breytingar bæði í Slésvík og á Jótlandi.
Sú einfaldasta þeirra allra, með vel varðveittan innri búnað í stíl tímans,
danskri síðklassík, er dómkirkjan í Reykjavík, sem varð fýrirmynd fyrir
htlu íslensku timburkirkjurnar, sem reistar voru á síðari hluta 19. aldar.
Mjöll Snæsdóttir þýddi.
Tilvísanir og athugasemdir
1. Án hjálpar frá Dönum, Norðmönnum og Islendingum verður ekki til nein grein uni
sameiginlega fortíð okkar. Eg var í Reykjavík í september 1995 og í ágúst 1997, og
var í Kristiansand í júlí. Eg þakka öllum sem sýnt hafa áhuga, hjálpað mér og uppörv-
að, einkum Torben Rasmussen forstjóra, Stefani Karlssyni forstöðumanni, Þóri Steph-
ensen, fyrrum dómprófasti, arkitektunum Hjörleifi Stefanssyni, Stefani Erni Stefans-
syni og Þorsteini Gunnarssyni, safnvörðunum Júlíönu Gottskálksdóttur, Ingu Láru
Baldvinsdóttur og Jan Henrik Munkgaard, og einnig Herði Ágústssyni, listmálara og
sérfræðingi um sögu byggingarlistar.
Noregur og Island hafa auðgað andann og þangað er gott er að konta aftur. Einnig
eru sjóði Árna Magnússonar, Letterstedska félaginu, Norræna húsinu í Reykjavík og