Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Side 89
93
ELSA E. GUÐJÓNSSON
STANLEY OG STIFTAMTMAÐUR
SKIPTAST Á GÖNGUSTÖFUM
Mynd af atvikifrá heimsókn John Thomas Stanley
að Innra-Hólmi sunnudaginn 23. ágúst 1789
Sumarið 1789 ferðaðist John Thomas Stanley, síðar lávarður, um Island
nieð nokkru föruneyti.1 Kynntist hann þá meðal annars Ólafi Stephensen
stiftamtmanni og heimsótti hann að Innra-Hólmi 23. ágúst, skömmu fyr-
ir brottför sína. Fór hann sjóleiðina frá Reykjavík að Innra-Hólmi á
skipsbáti briggskipsins Jolm sem hann hafði tekið á leigu til Islandsferðar-
innar, og með í heimsókninni voru Wright, læknir leiðangursins, Craw-
ford, meðeigandi að skipinu,2 og nokkrir ónafngreindir hásetar.
Wright segir svo frá, í þýðingu Steindórs Steindórssonar:
Ólafur Stephensen tók á móti okkur í skarlatsrauðum viðhafnar-
búningi, með hinum yngri sonum sínum [Birni og StefániJ. Hann
hafði margar gjafir til reiðu handa Stanley, spæni, heyhrip, ljá o. fl.
en miklu dýrmætasta gjöfin var forkunnar fagur silfurbolli með
skrautkerslögun, var hann með rósabekk efst og nöfnum konu
hans og barna. Einnig voru þar nokkrir náttúrugripir þar á meðal
stór surtarbrandsflaga. Stanley færði honum og hinni fögru dóttur
hans og sonum gjafir. Þegar við vorunr í þann mund að kveðja
kom elsti sonur hans [Magnús] ásamt konu sinni....3
Stanley bætir meðal annars við frásögn Wright, í þýðingu Steindórs
Steindórssonar:
Á leiðinni til sjávar þótti honum [þ. e. stiftamtmanni; innsk. höf.J
ekki nóg að hafa gefið mér silfurskálina, og það sem með henni
var. Því að þegar hann sá mig ganga við gildan eikarlurk, krafðist
hann að fá að skipta á honum og snotrum reyrstaf með gylltum
silfurhúni....4