Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Síða 90
94
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Á frummálinu er textiWright á þessa leið:
We were received by Mr. Stephanson most superbly dressed in Scarlet, &
his two youngest sons - Mr. Stephanson had got a great many presents for
Mr. Stanley - such as spoons, Hay-Creels - scythe &c. &c. - but the most
valuable present was a Most elegant Silver Cup inform of a Vase, on the
Top of which was ornamented wt. several ftgures, with the Names of him-
self wife & children marked upon it. He likewise got some Specimens in
Natl. History - particularly a large Mass of Surturbrand. Mr. Stanley
made him, his charming daughter & sons presents in Return. Wlxen we
were abt. to depart his Oldest son wt. his wife arrived....5
Hér er vísað til aftanmálsgreinar með viðbót Stanley unt þessa heim-
sókn að Innra-Hólmi. Þar segir rneðal annars:
... On the wayfrom his door to the boat he was not satisfied with having
made me the present of the silver cup &c.,for seeing me with only a strong
oaken cudgel in my hand, he insisted on my changing it with him for a
handsome cane with a silver-gilt head....6
Ein af vatnslitamyndunum sem listamaðurinn Edward Dayes vann á
árunum 1790 og 1791 fyrir Stanley upp úr frumdrögum úr íslandsför-
inni7 sýnir meðal annars þetta síðastnefnda atvik (sjá mynd). Fremst á
myndinni er hópur manna; þar stendur Olafur stiftamtmaður í skarlats-
rauðurn kjól með þrísperrtan hatt á höfði (sjöundi frá vinstri talið) og
Stanley (níundi frá vinstri). I vinstri hendi heldur Stanley á staf sem nem-
ur við jörð, en með þeirri hægri tekur hann utan um ívið styttra prik
með hnúð á efri enda sem stiftamtmaður heldur utan um með vinstri
hendi.
Onnur atriði myndarinnar tengjast einnig greinilega brottför Stanley
og fylgdarliðs hans frá Innra-Hólmi þennan sunnudag. Mennirnir þrír
lengst til hægri, að líkindum hásetar Stanley eftir klæðaburði að dæma,
halda allir á gripum sem munu vera hlutar úr gjöf þeirri sent Olafur
færði Stanley: einn styðst við orf og ljá og er, að því er lielst verður séð,
að taka við hrífu úr hendi fjórða manns frá hægri sem, einnig samkvæmt
klæðaburði, mun vera íslenskur múgamaður, líklega vinnumaður á staðn-
um, annar hásetanna er með hrip á herðunum og heldur á lár í vinstri
hendi. Gripinn sem þriðji hásetinn er með í hægri hendi er erfitt að
greina, nerna ef vera skyldi að hann væri umbúinn silfurbikarinn „með
skrautkerslögun,“ in form of a Vase, eins og segir í frumtexta Wright.
Lengst til vinstri á myndinni eru enn tveir hásetar, annar þeirra með