Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Page 101
BÆRINN UNDIR SANDINUM
105
Húsagerð
Skálinn snýr í norðvestur-suðaustur. Að innanmáli hefur hann líklega
verið urn 12 að lengd, 5 m breiður um miðjuna en nokkru mjórri til
endanna. Veggir hans voru allt að 1,9 m á þykkt.Ytri og innri veggjar-
brún eru hlaðnar úr gulum torflrnausum og fyllt á milli með mold og
torfusneplum. Hnausarnir standa á rönd og hallar til hægri og vinstri á
víxl og mynda klömbrumunstur. Á milli laga liggja láréttar strengjatorfur
(4. rnynd). Athyglisvert er að ekkert gijót hefur verið notað í veggi lang-
hússins en það er oft einkenni á fyrstu skáluni sem reistir voru á hveijum
stað.8 A svæðinu þar sem skálinn var reistur rnátti greina þunna sótrák í
grassverðinum eins og það hefði verið sviðið en að öðru leyti sáust þar
engin merki um eldri byggð.
Byggingin er þriskipa skáli af nokkuð dæmigerðri víkingaaldargerð (5.
mynd). Inngangur hefur verið á eystri langvegg nálægt öðrum endanum.
Langeldur var í miðju húsi og er gólfið miðskips um 15-20 cm lægra en
upprunalegt yfirborð. Set meðfram veggjum voru um 1,5 m breið. Þakið
hefur verið borið uppi af tveimur stoðaröðum, sumar þeirra stóðu á jörð
og höfðu sigið aðeins niður í leirinn en aðrar stóðu á steinum. Þakgrind-
in hefúr verið gerð af röftum með láréttum langböndum. Ofan á grind-
ina hefur verið lagt hrís og síðan tvö til fjögur lög af löngu þunnu
strengjatorfi.
Skálinn virðist hafa verið byggður þannig að fyrst hefur verið markað
fyrir úthnum veggjanna. Því næst er grassvörðurinn innan veggjanna rist-
ur og stunginn upp og hann líklega notaður í neðsta umfar innri og ytri
veggjarbrúnar sein er lagt beint á yfirborðið. Annað torf hefur væntan-
lega verið skorið í nokkurri fjarlægð frá húsunum í valllendi sem ekki
sýnir merki um mannvist. Að lokum er miðhluti gólfsins í húsinu stung-
inn niður urn 10 cnr og uppmoksturinn sennilega notaður til uppfylling-
ar í vegginn ásamt torfusneplum.
Vestari langveggur er ca 1,2-1,6 m breiður, en eystri langveggur er
1,8-1,9 m breiður.
Þó að þessi bygging sé heillegasti skálinn sem enn hefur fundist og
verið rannsakaður á Grænlandi vantar mikið upp á að hann sé óskemmd-
ur. Eystri langhlið var heilleg og varðveitt í allt að 0,6 m hæð en efri
hluti vesturveggjar hafði að rnestu verið grafinn burt þegar yngri bygg-
ingar voru reistar. Þá hafði verið grafið í gegnum suðurgaflinn þegar fjós
var reist sunnan við skálann og norðurhluti hússins var einnig nokkuð
skemmdur þegar þar voru byggð ný útiliús.
Hægt var að fylgja innbrún norðurgafls í 4 m frá austurhorni og má