Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Page 105
BÆRINN UNDIR SANDINUM
109
þvermál og hafa skorðað þröskuldinn. Þeir eru e.t.v. leifar af dyrastöfun-
um.
I línu við innbrún veggjarins eru einnig leifar af dyraumbúnaði. Þar
stendur lóðrétt fjöl úr dyrastaf eða þunnu þili og tvær þunnar steinhellur
sem standa á rönd viðast hafa verið notaðar sem þröskuldur.
Anddyri
Inn af innri dyrurn hefur verið anddyri sem sennilega hefur náð þvert
yfir húsið og líklega verið eitt stafgólf að breidd. Hluti af anddyrinu hef-
ur eyðilagst af yngra húsi sem grafið hafði verið niður þar sem norður-
endi skálans var fyrir.
Eldhús og húr
Norðan við anddyri er herbergi eða skot sem er 2 m á breidd og hefur
líklega verið notað sem búr en einnig sem eldhús. I suðausturhorni her-
bergisins, rétt norðan við inngang, var kringlótt hola, 0,5 m í þvermál og
ca 20 cm á dýpt sem kann að vera far eftir lítinn sá eða tunnu. Staðsetn-
ing og fyrirkomulag minnir mjög á sáför sem þekkt eru úr ýmsum ís-
lenskum bæjunr.1'
I vesturhluta herbergisins var grunn soðhola full af móösku. Hún var
um 1 m í þvermál og um 0,15 cm á dýpt.
Meðfram gaflvegg hafa ef til vill verið einskonar tréþiljur, því að þar
lágu leifar af koluðum viði, allt að ca 0,26 m að breidd en vegna rasks
yngri bygginga var ekki hægt að sjá hvort norðurendinn hefði verið að-
skilinn frá anddyri með þili.
Vinstra megin við anddyrið hefur viðarþil skilið það frá íveruhluta
hússins. Markaði fyrir þilinu í jarðveginum og við rannsóknina fundust
leifar af um 2 cm þykkri og um 20 cm breiðri fjöl og stóð endi hennar í
jörðu. Fyrir miðju þili var far eftir aflangan stein eða þröskuld þar sem
inngangur var inn í íveruhlutann sem nefna má eldaskála.
Eldaskáli
Eldaskálinn er aðalhluti hússins og þar hefur heimilisfólk væntanlega
dvalist við störf, matast og sofið. Eftir miðjum endilöngum skála er gólf
sem er tveggja metra breitt og markast til beggja hliða af frambrún set-
anna sem voru meðfram veggjum. Gólfið er 5-10 cm lægra en setin.
Langeldur
A miðju gólfi er langeldur sem er um 1,7 m langur og um 0,5 m breið-