Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Page 108
112
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
cm langar, 14 cm breiðar og um 1-2 cm þykkar. Tveir okar, um 50 cm
langir, 8 cm breiðir og 2 cm þykkir hafa haldið fjölunum saman með tré-
nöglum. Ekki var hægt að greina leifar af hjörum eða loku á hurðinni
vegna þess hve illa hún var leikin af bruna. Hugsast getur að hurðin hafi
verið fyrir lokrekkju á bekknum sunnantil.
Yngra notkunarskeið
Eftir að skálinn hafði verið notaður sem íbúðarhús um nokkurra ára eða
áratuga skeið flytur fólkið úr skálanum og honum er breytt í fjárhús. (7.
mynd. Flatarteikning sem sýnir síðara notkunarskeið skálans og viðbygg-
ingar). Má sjá merki um þessa breytingu í um 5 cm þykku brúnu gólflagi
sem blandað er sauðataði, jurtaleifum, beinabútum og smátt skornum
kvistum sem notaðir hafa verið sem skepnufóður. Hætt er að nota eld-
stæðið, og gólflagið í fjárhúsinu legst yfir það. Svo virðist sem tré-
bekkirnir og e.t.v. hluti skilveggja hafi verið fjarlægt þegar hér var komið.
Hins vegar lítur út fyrir að lokrekkjan sé að mestu óbreytt og hefur lík—
lega verið notuð sem sérstakur bás eða stía.
Fyrir framan innganginn í húsið eru settar nokkrar stórar flatar hellur
sem að nokkru hylja ytri þröskuldinn frá eldra skeiði hússins.
Viðbyggingar
Norðan við skálann eru á þessu skeiði reist að minnsta kosti tvö ný hús.
Nyrst er íveruhús sem snýr austur og vestur og er um 3x6 m að inn-
anmáli. Veggirnir eru um 1 m þykkir og hlaðnir úr gulum torfhnausum
sem lagðir eru beint á óhreyfða jörð. I vesturhluta herbergisins voru leif-
ar af eldstæði úr gijóti, en áin hafði brotið og eyðilagt vestasta hluta her-
bergisins. Austurhluti byggingarinnar varð ekki skoðaður vegna sífrerans.
Gólflagið, sem er gráleitt á lit, er ca 8-10 cm þykkt og inniheldur brennd
bein og ösku og nokkuð fannst í því af munum.
Milli þessa húss og skálans er á þessu skeiði líklega reist útibúr senr er
ca 5x3 m að innanmáli og snýr göflum í norður og suður. Norðurvegg-
urinn er sameiginlegur með norðurgafli langhússins. Mestur hluti vestur-
veggjar hafði eyðilagst af síðari byggingum. Austurveggurinn varð ekki
greindur með vissu.
I vesturhluta herbergisins hafa verið að minnsta kosti tveir niðurgrafnir
sáir úr tré, annar um 1 m að þvermáli, hinn um 1,5 m í þvermál. Hugsast
getur að tveir aðrir niðurgrafnir sáir hafi líka tilheyrt þessu byggingarstigi-
Vegna sífrera varð fyrst vart við sáina síðasta dag uppgraftarins og því var
ekki hægt að rannsaka þá nákvæmlega. I þessu herbergi er dökkbrúnt