Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Page 132
136
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
menn að trúa á aðferðina eða hafna henni. Sé háum aldri geislakolsald-
ursgreininga ffá landnámsöld hafnað sé ekki heldur hægt að treysta öðr-
um '4C aldursgreiningum og þá blasi mikill vandi við íslenskri fornleifa-
fræði.16 Páll hefur gert mjög skilmerkilega grein fyrir þremur
möguleikum sem hugsanlega gætu valdið of háum aldri l4C aldursgrein-
inga:
A Að það sé kerfisbundin skekkja í geislakolsmælingunum.
B Að foraldur sýnanna valdi hinum háa aldri.
C Að staðbundin frávik geti verið frá grunnforsendu 14C aðferðarinn-
ar.17
Bæði Páli og Margréti finnast þessar skýringar ósennilegar og telja þær
ekki geta verið ástæðuna fýrir því að aldur sýnanna mælist svona hár,
enda hlytu þá einhver önnur lögmál eða forsendur að eiga við íslensk
sýni en sýni annars staðar úr heiminum.
Þau hafa gagnrýnt fornleifafræðinga og jarðfræðinga fýrir að hafa
meiri trú á rituðum heimildum um landnámið en fornfræðilegum og
eðlisfræðilegum rökum.18 Samt er ekki ágreiningur um að viðarkolasýni,
sem er aldursgreint til 750, sé frá þeim tíma. Agreiningurinn stendur um
hvort það sé jafnframt sönnun þess að mannavistirnar sem tengjast viðar-
kolasýnunum séu einnig frá um 750, en þannig túlka Margrét og Páll
háan aldur viðarkolasýna frá landnámsöld.
Svo virðist sem of hár aldur geislakolsgreininga á viðarkolum, miðað
við aðrar aldursgreiningaraðferðir, sé einkum bundinn við fyrstu aldir Is-
landsbyggðar. Greinarhöfundur hefur lengi verið þeirrar skoðunar að
misræmi milli 14C aldursgreininga á viðarkolum frá landnámsöld og ann-
arra aldursgreiningaraðferða þurfi að rannsaka betur og nauðsynlegt sé að
greina önnur sýni sem hafa lágan eigin aldur til þess að fá marktækan
samanburð.
Flest ef ekki öll þau sýni, sem sýnt hafa þennan háa aldur, virðast koma
úr mannvistarlögum og byggingum sem eru yngri en landnámslagið svo-
nefnda. Aldur þessa gjóskulags er því mjög mikilvægt í allri þessari um-
ræðu.
Þegar Margrét rökstuddi tilgátu sína um hið „fyrra landnám" var
henni vel kunnugt um þennan vanda, og til þess að kenning hennar gæti
gengið upp komst hún að þeirri niðurstöðu að Landnámslagið hlyti að
vera frá 7. öld eða í síðasta lagi frá um 700 e.Kr.19 Landnámslagið hefur
síðan verið aldursgreint af mikilli nákvæmni í borkjarna úr Grænlands-
jökli til ársins 871+2 ár.20 Þar með var helsta röksemd Margrétar um
„eldra landnám” brostin. Ekki hefur þess orðið vart að Margrét eða Páll