Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Síða 141
145
GELDINGURINN Á ÖNDVERÐARNESI
oft var aðeins lýst meinafræðilegum breytingum á hauskúpu. í dag snýst
fornmeinafræðin mun meira um það að skoða þróun ýmissa sjúkdóma
innan samfélaga og hvaða áhrif þeir höfðu á líf innan þeirra hópa sem
rannsakaðir eru, og afla þannig vitneskju um lífshætti fornmanna.3 Hins
vegar finnast stundum beinagrindur með einstakar meinafræðilegar
breytingar sem verðskulda það að fjallað sé sérstaklega um þær.
Ein slík er beinagrind úr kumli á Ondverðarnesi í Snæfellsnessýslu.
Kuml þetta fannst 5. júlí 1962 við jarðýtuvinnu þegar unnið var að end-
urbótum í Skarðsvík norðan Öndverðarnesskaga. Þorkell Grímsson,
fornleifafræðingur á Þjóðminjasafni Islands, fór vestur tveim dögum
seinna til athugana. I kumlinu hafði verið heygður einn maður. I greinar-
gerð um rannsóknina segir Þorkeh Grímsson hann vera 14 ára dreng, en
Jón Steffensen prófessor hafði rannsakað beinin. Haugfé í kumlinu var
sverð, spjótsoddur, skjaldarbóla, hnífsblað, beinnál og járnmolar. Kumlið
var talið frá 10. öld og byggðist sú tímasetning á formfræði sverðsins og
spjótsins.4
Þijár aðferðir eru helst notaðar til aldursgreiningar á börnum (en skil-
greining beinafræðinnar á börnum er einstaklingar yngri en 18 ára).
Köst, eða endar, beina í börnum, senr eru ennþá að vaxa, eru ekki föst
við beinskaftið. Hægt er að tímasetja sameiningu einstakra kasta við
beinskaftið með nokkurra mánaða (rétt eftir fæðingu) til nokkra ára ná-
kvæmni. Sama má segja um aðrar festingar beina, t.d. þegar mjaðmar-
spaði, setbein og lífbein sameinast til að mynda mjaðmarbeinið.5 Einnig
er hægt að nota þroskastig barna- og fuhorðinstanna til lífaldursgreininga
með svipaðri nákvæmni og sameining kasta við beinlegg gefur.6 Þriðja
aðferðin byggist á stöðlum frá Hoppa,7 sem eru byggðir á mæhngum á
lengd beinskafts (þ.e. án kasta).
Beinagrindin úr kumlinu á Ondverðarnesi er einstaklega vel varðveitt
og hentar því mjög vel til meinafræðilegra rannsókna (sjá 1. mynd). Sé
sameining kasts við beinskaft og aðrar festingar beina notaðar til að
lífaldursgreina, virðist sá er í kumlinu lá hafa verið 10-12 ára (sjá 2. og 3.
mynd). Hins vegar eru flestar fullorðinstennurnar komnar, en tannkoma
endajaxla i efri góm aðeins hálfnuð. Ekki sést til þeirra í neðri góm, en
það þyrfti röntgenmynd af kjálkanum til þess að sjá hvort þeir eru til
staðar (sjá 4. mynd). Þetta bendir til þess að einstaklingurinn hafi verið á
aldrinum 19-21 ára. Ef líkamshæð hans er reiknuð út frá mælingum á
lærlegg og sköflungi borið saman við staðla frá Trotter" er hún
176,9±2,7cm.9 Það hefði verið óvenju hávaxinn unglingur á þessum
tíma, en samkvæmt útreikningum Jóns Steffensen var meðalhæð fullvax-