Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Page 148
152
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
vegaframkvæmdirnar við Vesturlandsveg árið 1971 - og þá í fyrsta sinn í
tengslum við huldufólk.
Greindi frá því á forsíðuVísis hinn 29. júlí það ár hvernig álfatrú tengd
steininum hafði áhrif á vegavinnuna. Hafði hann þá verið fluttur af þeim
stað sem hann stóð frá fyrstu tíð:
„Vegavinnumennirnir fullyrða nú, að þeir sem áttu þátt í að flytja
steininn um áramótin hafi allir orðið fyrir einhverjum óhöppum og slys-
um. — Sá kvittur kom upp fyrir skömmu að nú ætti að flytja steinana á
nýjan leik, en vegavinnumennirnir eru ekki hrifnir af þeirri hugmynd, og
þeir, sem Vísir talaði við, sögðu afdráttarlaust, að þeir myndu neita að
koma nálægt því verki.“2
1 grein á innsíðum blaðsins segir m.a. að steinarnir séu þrír að tölu:
„Klettarnir voru fluttir úr stað urn síðustu áramót, en þá voru þeir í
vegi fyrir framkvæmdunum. Þrjár kröftugar jarðýtur sáu um að róta
þeim til, en ekki nógu langt, því að nú eru klettarnir fýrir enn einu sinni.
„Þið hafið ekki átt neinn þátt í að flytja steinana síðast?“
„Nei,“ segir Stefán [Arnar Steingrímsson, vegavinnumaður]. „En
bróðir minn var einn af þremur, sem við það fékkst.“
„Er hann þá ekki til í að gera það aftur?“
„Nei,“ segir Stefán. „Eg held, að enginn þeirra vilji neitt við þessa
steina eiga. Þeir slösuðust allir þessir þrír, eftir að þeir áttu við steinana.
Bróðir minn slasaðist alvarlega á fæti.“
Einnig var rætt við Kristínu Bæringsdóttur, sem hafði verið húsfreyja í
Grafarholti í 29 ár:
„Jæja, eru þeir smeykir við að færa hann Grástein?" segir Kristín.
„Grásteinn?“
„Já, steinninn heitir Grásteinn. Sá stóri. Þann minni var fólk vant að
kalla Litla bróður.“
„Veiztu til þess að einhveijar sögur séu tengdar þessum steinum?"
„Nei,“ segir Kristín. „Eg hef aldrei heyrt neinar sögur um steinana.
Aftur á móti hafa margir sagt að það hlyti að vera huldufólk í svona stór-
um steinum. En ég hef ek'ki heyrt um að nokkurs hafi orðið vart i
grennd við steinana. Þeir eru reyndar merkilegir að því leyti þessir stein-
ar, að öll börn, sem verið hafa hér í Grafarholti, hafa átt búin sín við
steinana, og þar var fallegur gróður, bæði burknar og berjalyng.“
„Þú hefur þá ekki trú á því, að neitt mundi henda mennina, þótt þeir
færðu steinana til?“
„Nei,“ segir Kristín. „Eg held meira að segja, að það væri skynsamleg-
ast fýrir þá að færa steinana sem fýrst, og ganga almennilega frá þeim.