Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Page 149
GRÁSTEINN í GRAFARHOLTI
153
Síðast tókst nú ekki hönduglegar en svo, að þeir mölvuðu stykki úr Grá-
steini, og svo liggja steinarnir allt öðruvísi en þeir eiga að gera.“3
I endurminningum Skúla Pálssonar á Laxalóni segir að jarðýtustjóri,
sem vann við vegagerðina, hafi tekið í sundur vatnsinntak fiskeldis hans í
nóvember árið 1970. Drápust 90 þúsund laxaseiði úr súrefnisskorti.4 Að
sögn Guðmundar Einarssonar, verkfræðings, sem annaðist framkvæmd-
ina, var óhapp þetta tengt því að Grásteinn hafði verið fluttur daginn
áður.5
Sigurður Nordal gerði fréttVísis um Grástein að umtalsefni í forspjalli
sínu að öðru bindi Þjóðsagnabókarinnar 1972 og nefndi Margt býr í
þokunni:
„Engar sögur höfðu farið af neinni bannhelgi, sem á þessum steinum
hvíldi, enda ástæðulítið til skamms tíma að gera ráð fýrir því, að þeir
fengju ekki að standa óáreittir."6
Sigurði þótti jafnframt athyglisvert og til marks urn breytta tírna, að
ungt fólk játaði kinnroðalaust að það væri hjátrúarfullt, að minnsta kosti
jafnhjátrúarfullt og almennt gerist.
Sumarið 1980 safnaði Agúst Olafur Georgsson, þjóðháttafræðingur og
starfsmaður Þjóðminjasafnsins, upplýsingum um fornleifar á svæðinu.
Hefur hann eftir Jóel Jóelssyni, bónda í Reykjahlíð II, og Halldóri Lax-
ness, skáldi að Gljúfrasteini, að umræddur steinn sé álagasteinn, því að
einhver undur hefðu gerst í sambandi við flutning hans vegna fram-
kvæmda við Vesturlandsveg. Halldór Laxness taldi að menn hefðu reynt
að sprengja steininn.7 Nafns steinsins er ekki getið.
Þremur árum síðar vann Bjarni F. Einarsson, fornleifafræðingur, forn-
leifaskráningu fyrir Þjóðminjasafnið. Hann gaf steininum skráningar-
númerið 116 og sagði hann vera álfastein í landi Grafarholts, á að giska
2'A m á hæð og 3 m á breidd, klofinn. Munnmæli hermdu að reynt hefði
verið að fjarlægja steininn við gerð Vesturlandsvegar og hann sprengdur.
Við þetta hefðu vélar og verkfæri tekið að bila svo að hætt hefði verið
við að fjarlægja steininn.8
Nafnsins er enn ekki getið, sem bendir til að láðst hafi að fletta upp í
öðrum þá tiltækum heimildum um Grástein en samantekt Agústar Olafs
Georgssonar, s.s. örnefnaskrá, Þjóðsagnabók Sigurðar Nordals ogVísi. Slík
heimildakönnun hefði auk þess leiðrétt þann misskilning þegar í upphafi,
að menn hefðu reynt að sprengja steininn.
Fornleifadeild Þjóðminjasafnsins hafði á þessum tíma tekið að flokka
fornnrinjar á skrá eftir minjagildi og var steinninn settur í svokallaðan A-
flokk fornleifa,1' þ.e. með þeim minjum senr hafa rnest minja- og varð-