Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Page 151
GRÁSTEINN í GRAFARHOLTI
155
Grásteinn í Grajarholti. Horft í NV (Ljósmynd: RagnheiðurTranstadóttir).
Almenna verkfræðistofan hf., sem hannaði veglínuna fyrir Vegagerð-
ina, óskaði eftir því að færa Grástein um 27 m til norðurs til að geta
breikkað veginn eins og þurfa þótti.16 Margrét Hallgrímsdóttir, borg-
arminjavörður, leitaði eftir heimild fornleifanefndar til þess. Fornleifa-
nefnd varð við umsókninni hinn 23. nóvember 1998, en ekki skilyrðis-
laust:
„Leyfið er veitt í trausti þess, að niðurstaða rækilegra athugana hafi
leitt í ljós, að ekki sé unnt að framkvæma umræddar vegarbætur með
öðrum hætti en þeim, sem hér um ræðir, en nefndin gerir sér grein fyrir
því að vegarbæturnar eru mjög aðkallandi. Nefndin beinir þó þeim ein-
dregnu tilmælum til framkvæmdaraðila, að steinninn verði alls ekki
hreyfður ef unnt yrði að komast hjá því, eftir endurskoðaða og nánari at-
hugun sem kynni að breyta þeirri hönnunarhugmynd urn vegarstæði,
sem nú er uppi. Leyfi þetta er m.a. veitt sökum þess, að steinninn hefur
áður verið færður úr stað og jafnframt benda heimildir til þess, að álaga-
trú sumra manna á steinunum hafi stofnast nýlega og sé ekki runnin frá
fólki, senr býr eða búið hefur í næsta nágrenni við steininn. Þetta er þó
ekki fullkannað. |...| Leyfið er bundið því skilyrði að fornleifafræðingur
fylgist með framkvæmdinni og geri viðeigandi ráðstafanir eftir því sem
þörf kann að gerast.“17
Almenna verkfræðistofan lét umbeðna könnun fara frarn og konist að
raun um að færa þyrfti Grástein.18 Borgarminjavörður féllst á þá niður-